8.11.2006 | 08:03
Sigur demókrata - barátta um öldungadeildina
Demókratar hafa tryggt sér völdin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mun leiðtogi flokksins, Nancy Pelosi verða fyrst kvenna forseti fulltrúadeildarinnar. Tekist er nú á um völdin í öldungadeildinni. Enn á eftir að fá úrslit í Virginíu og Montana. Úrslitin þar munu ráða úrslitum um það hvor flokkurinn hafi völdin í öldungadeildinni næstu tvö árin. Báðir flokkar hafa hlotið 49 þingsæti af 100 og því stefnir í hárbeittan endasprett um það hvar valdahlutföll muni liggja í bandarískum stjórnmálum.
Úrslitin í fulltrúadeildinni eru pólitískt áfall fyrir George W. Bush, sem hefur nær allan sinn forsetaferil ráðið yfir báðum þingdeildum og haft afgerandi umboð til sinna verka og með þingið að baki sér. Þeir tímar eru nú liðnir. Þó að repúblikanar myndu halda þinginu í stöðunni sem uppi er verður það aldrei túlkað annað en sem vængbrotinn sigur og mikið áfall fyrir hann að hafa misst 15 sæta meirihluta í fulltrúadeild og öflugan meirihluta í öldungadeild niður í ekki neitt. Staða mála er því kristalskýr og blasir við öllum sem kynna sér tölurnar, miðað við árin 2002 og 2004.
Vinni demókratar ennfremur sigur í öldungadeildinni mun það leiða til þess að forsetinn standi eftir með þingið á móti sér. Það myndi leiða til þess að öll mál forsetans væru upp á náð og miskunn demókrata komin. Það er sú staða sem repúblikanar óttuðust mest alla kosningabarátta. Komi sú staða nú upp mun pólitískur kraftur forsetans lamast til muna. Það er þegar ljóst að repúblikanar urðu fyrir þungu áfalli í þessum kosningum og ganga veikir frá velli, eru sigraðir. Því verður ekki neitað að úrslitin eru áfellisdómur yfir forsetanum.
George W. Bush hefur nær allan forsetaferil sinn haft sterkt umboð landsmanna til verka. Hann hlaut gott umboð landsmanna í forsetakosningunum fyrir tveim árum, hlaut hreinan meirihluta atkvæða og sterka stuðningsyfirlýsingu landsmanna við pólitísk verk hans. Það umboð er verulega skaddað við þetta afhroð repúblikana um nær allt land. Þeir gullaldartímar, sem einkennt hafa valdaferil forsetans, hafa liðið undir lok og nú hefur hann fengið gula spjaldið svo um munar. Hann verður nú að taka tillit til skoðana landsmanna og ennfremur hlusta á skoðanir demókrata, sem hafa nú stöðu mála í þingdeildunum svo til á sínu valdi.
Nóttin var spennandi. Eins og fram kom hér í nótt vann Joe Lieberman fjórða sigurinn í Connecticut, nú sem óháður eftir tap í forkosningu í ágúst. Hann sagðist myndu halda til verka í þinginu sem demókrati væri og myndi vinna með sínum gömlu félögum, þó að þeir hefðu flestir snúið við honum baki eftir tapið í ágúst. Hillary Rodham Clinton vann glæsilegan sigur í New York og fékk tæp 70% atkvæða.
Þekktir öldungadeildarþingmenn repúblikana, þeir Jim Talent í Missouri, Lincoln Chafee í Rhode Island, Rick Santorum í Pennsylvaníu og Mike DeWine í Ohio féllu allir af þingi fyrir misvel þekktum andstæðingum sínum í skýrri demókratabylgju um gervöll Bandaríkin.
Arnold Schwarzenegger var endurkjörinn ríkisstjóri Kalíforníu og Charlie Crist var kjörinn ríkisstjóri í Flórída í staðinn fyrir Jeb Bush, bróður Bush forseta, sem gat ekki gefið kost á sér að nýju. Blökkumaðurinn og demókratinn Deval Patrick var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts, í stað repúblikanans Mitt Romney sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Hann er annar blökkumaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem verður ríkisstjóri. Blökkumaðurinn Keith Ellison náði kjöri í fulltrúadeildina í kjördæmi í Minnesota. Hann er fyrsti múslíminn á Bandaríkjaþingi. Demókratinn Martin O´Malley var kjörinn ríkisstjóri í Maryland og Bill Richardson var endurkjörinn í Nýju Mexíkó, svo fátt eitt sé nefnt.
Heilt yfir voru kosningarnar því skellur fyrir Bush Bandaríkjaforseta og repúblikana. Þær voru áfellisdómur yfir forsetanum og verkum hans. Það er mjög einfalt mál og greinilegt að Bandaríkjamenn vilja uppstokkun á stöðu mála og sendir Bush kaldar kveðjur. Hann þarf nú lokasprett valdaferilsins að deila völdum með demókrötum.
Nancy Pelosi hefur verið harður andstæðingur hans. Það að hún verði sem forseti fulltrúadeildarinnar nú önnur í valdaröð landsins, á eftir varaforsetanum, eru stórtíðindi og segja allt sem segja þarf um það pólitíska áfall sem úrslitin boða fyrir forsetann.
Úrslitin í fulltrúadeildinni eru pólitískt áfall fyrir George W. Bush, sem hefur nær allan sinn forsetaferil ráðið yfir báðum þingdeildum og haft afgerandi umboð til sinna verka og með þingið að baki sér. Þeir tímar eru nú liðnir. Þó að repúblikanar myndu halda þinginu í stöðunni sem uppi er verður það aldrei túlkað annað en sem vængbrotinn sigur og mikið áfall fyrir hann að hafa misst 15 sæta meirihluta í fulltrúadeild og öflugan meirihluta í öldungadeild niður í ekki neitt. Staða mála er því kristalskýr og blasir við öllum sem kynna sér tölurnar, miðað við árin 2002 og 2004.
Vinni demókratar ennfremur sigur í öldungadeildinni mun það leiða til þess að forsetinn standi eftir með þingið á móti sér. Það myndi leiða til þess að öll mál forsetans væru upp á náð og miskunn demókrata komin. Það er sú staða sem repúblikanar óttuðust mest alla kosningabarátta. Komi sú staða nú upp mun pólitískur kraftur forsetans lamast til muna. Það er þegar ljóst að repúblikanar urðu fyrir þungu áfalli í þessum kosningum og ganga veikir frá velli, eru sigraðir. Því verður ekki neitað að úrslitin eru áfellisdómur yfir forsetanum.
George W. Bush hefur nær allan forsetaferil sinn haft sterkt umboð landsmanna til verka. Hann hlaut gott umboð landsmanna í forsetakosningunum fyrir tveim árum, hlaut hreinan meirihluta atkvæða og sterka stuðningsyfirlýsingu landsmanna við pólitísk verk hans. Það umboð er verulega skaddað við þetta afhroð repúblikana um nær allt land. Þeir gullaldartímar, sem einkennt hafa valdaferil forsetans, hafa liðið undir lok og nú hefur hann fengið gula spjaldið svo um munar. Hann verður nú að taka tillit til skoðana landsmanna og ennfremur hlusta á skoðanir demókrata, sem hafa nú stöðu mála í þingdeildunum svo til á sínu valdi.
Nóttin var spennandi. Eins og fram kom hér í nótt vann Joe Lieberman fjórða sigurinn í Connecticut, nú sem óháður eftir tap í forkosningu í ágúst. Hann sagðist myndu halda til verka í þinginu sem demókrati væri og myndi vinna með sínum gömlu félögum, þó að þeir hefðu flestir snúið við honum baki eftir tapið í ágúst. Hillary Rodham Clinton vann glæsilegan sigur í New York og fékk tæp 70% atkvæða.
Þekktir öldungadeildarþingmenn repúblikana, þeir Jim Talent í Missouri, Lincoln Chafee í Rhode Island, Rick Santorum í Pennsylvaníu og Mike DeWine í Ohio féllu allir af þingi fyrir misvel þekktum andstæðingum sínum í skýrri demókratabylgju um gervöll Bandaríkin.
Arnold Schwarzenegger var endurkjörinn ríkisstjóri Kalíforníu og Charlie Crist var kjörinn ríkisstjóri í Flórída í staðinn fyrir Jeb Bush, bróður Bush forseta, sem gat ekki gefið kost á sér að nýju. Blökkumaðurinn og demókratinn Deval Patrick var kjörinn ríkisstjóri í Massachusetts, í stað repúblikanans Mitt Romney sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Hann er annar blökkumaðurinn í sögu Bandaríkjanna sem verður ríkisstjóri. Blökkumaðurinn Keith Ellison náði kjöri í fulltrúadeildina í kjördæmi í Minnesota. Hann er fyrsti múslíminn á Bandaríkjaþingi. Demókratinn Martin O´Malley var kjörinn ríkisstjóri í Maryland og Bill Richardson var endurkjörinn í Nýju Mexíkó, svo fátt eitt sé nefnt.
Heilt yfir voru kosningarnar því skellur fyrir Bush Bandaríkjaforseta og repúblikana. Þær voru áfellisdómur yfir forsetanum og verkum hans. Það er mjög einfalt mál og greinilegt að Bandaríkjamenn vilja uppstokkun á stöðu mála og sendir Bush kaldar kveðjur. Hann þarf nú lokasprett valdaferilsins að deila völdum með demókrötum.
Nancy Pelosi hefur verið harður andstæðingur hans. Það að hún verði sem forseti fulltrúadeildarinnar nú önnur í valdaröð landsins, á eftir varaforsetanum, eru stórtíðindi og segja allt sem segja þarf um það pólitíska áfall sem úrslitin boða fyrir forsetann.
Demókratar ná völdum í fulltrúadeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
Keith Ellison er nýr þingmaður fyrir Minnisota frekar en Missouri. Held ég a.m.k.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 8.11.2006 kl. 16:14