Brjóstmynd af Davíđ í Ráđhúsinu

Davíđ Oddsson Ţá er Davíđ Oddsson, seđlabankastjóri, búinn ađ fá brjóstmynd af sér í Ráđhúsinu eins og allir fyrrum borgarstjórar sem sátu á undan honum. Sumir borgarstjórar hafa ekki lifađ ţennan atburđ, en Davíđ er á besta aldri enn, enda viđstaddur athöfnina í gćr. Davíđ var borgarstjóri í Reykjavík í rúm níu ár, frá júníbyrjun 1982 og fram í júlí 1991. Ţađ var tímabil framkvćmda og krafts í Reykjavík. Merkilegt tímabil.

Á ţessum árum var Reykjavík kölluđ Davíđsborg, sem var til vitnis um kraft Davíđs sem borgarstjóra og vinsćldir hans. Í síđustu borgarstjórnarkosningunum sínum fékk Sjálfstćđisflokkurinn undir forystu Davíđs yfir 60% fylgi og 10 borgarfulltrúa af 15. Ţađ var til marks um stöđu mála, ţrátt fyrir ađ gríđarlega hefđi veriđ ađ Davíđ sótt í Ráđhúsmálinu og viđ byggingu Perlunnar. Ţetta var tímabil öflugra framkvćmda, heldur betur.

Ég vona ađ Davíđ muni einhverntíma rita ćvisögu sína og fara t.d. yfir borgarstjóraferilinn og verkin sem hann vann ţar. Hann hefur oft sagst aldrei rita ćvisögu sína en ég vona ađ Davíđ snúist hugur í ţeim efnum. Hann hefur nefnilega veriđ lykilmađur í íslenskum stjórnmálum og hefur veriđ í miđpunkti ţeirra um árabil og hann hefur upplifađ marga lykilatburđi baksviđs stjórnmálabaráttunnar á okkar dögum.

Ţess má ađ lokum geta ađ Davíđ var bćđi borgarstjóri og forsćtisráđherra í maí og júní 1991. Undir lokin var ţó Jón G. Tómasson, borgarritari á ţeim tíma, orđinn starfandi borgarstjóri, en eftirmađur Davíđs varđ Markús Örn Antonsson.

mbl.is Davíđ afhjúpađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband