Álftadramað mikla á Seltjarnarnesi

Álftir Mikið hefur verið spáð og spekúlerað í álftadramað mikla á Seltjarnarnesi, þar sem mávar eiga að hafa fælt burt álftapar og étið eggin þeirra. Álftaparið hefur verið meira áberandi í fréttum síðasta sólarhrings en parið í Stjórnarráðshúsinu sem stjórnar landinu. Veit ekki hvort þetta er augljóst merki um fréttagúrku, má vera.

En hvað með það. Trúi því ekki að mávar hafi fælt burtu álftaparið eða gert það svo hrætt að það hafi stungið af. Álftirnar eru miklu sterkari og eiga ekki erfitt með að taka mávana fyrir, eins og þessi fuglafræðingur benti á. Sá einu sinni fyrir nokkuð mörgum árum þegar að mávar ætluðu að gera atlögu að álft við Dalvík. Álftin ekki erfitt með að leggja mávinn að velli.

Veit ekki hversvegna sérfræðingar í fuglamálum koma með það sem valkost að mávurinn geti hrætt álftir og tekið yfir hreiðrið þetta. Hljómar fjarstæðukennt, enda ættu allir sem hafa séð atlögu að álftunum hversu miklir yfirburðir þeirra eru, enda verja þau sitt með öllum sínum mætti, sem er allnokkur. Þær eru ekki sko feimnar að berja frá sér, enda með mikið vænghaf og beita sínu afli án hiks ef að er sótt.

Álftadramað á Seltjarnarnesi náði allavega að komast í fjölmiðlana. Sjálfsagt að velta þessu fyrir sér, en það að ætla að mávar leggi álftir að velli og hræði þær er ekki sannfærandi, þvert á móti.

mbl.is Sílamávarnir „sýknaðir"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband