10 ára stúlku nauðgað - algjör óhugnaður

Sumar fréttir eru sorglegri en aðrar. Þessi frétt um að tveir franskir drengir, rétt rúmlega tíu ára gamlir, hafi nauðgað stúlku á sama aldri er svakaleg, vægast sagt. Eðlilegt er að spurt sé hvaða refsing sé til staðar í þessu máli. Fangelsisvist er auðvitað ekki á dagskrá og eflaust er erfitt að hugsa sér einhverja alvöru refsingu þegar að svo ungir drengir brjóta svo alvarlega af sér.

Talað er um samfélagsþjónustu sem einn lið í refsingunni, kannski þann eina. Varla margt annað hægt að nefna. Held að enginn geti metið það sem hæfilega refsingu, enda hvernig getur það verið alvöru refsing við þessu broti. Nema þá að loka eigi þá inni á stofnun og taka út refsingu þar. Þetta er flókið og erfitt mál, þar sem varla kemur til nein alvöru refsing.

Nauðgun er hræðilegur glæpur sem þarf að refsa fyrir. Þegar í hlut eiga börn er vonlaust að taka á málinu, eins og um fullorðna væri að ræða. Þetta leiðir þó til þess að allir hugsi á hvaða leið heimurinn er eiginlega, þar sem rúmlega tíu ára börn sjá ekki rétt eða rangt og vilja gera það sem þau sjá og upplifa í forboðnu efni.

En þetta er fyrst og fremst dapurlegt. Eðlilegt að fyrstu viðbrögð allra séu undrun, en ekki dómharka og refsingagleði.


mbl.is Nauðguðu 10 ára stúlku og mynduðu árásina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Ólafsson

OJ! En thad myndu their setja tha in fangelsi i Texas!  Thad  vaeri rett i thessu tilfelli!

Atli Fannar Ólafsson, 16.5.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Atli Fannar Ólafsson

alveg otrulegt eg var ekki einu sinni farinn ad hugsa um stelpur a thessum aldri!

Atli Fannar Ólafsson, 16.5.2008 kl. 22:53

3 identicon

Ég var fyrst skotinn í stelpu þegar ég var 14 ára, en það dugði mér alveg að gjóa á hana auga, ég hafði ekki þroska í meira.  Óskandi væri að börn í dag fengju ámóta uppeldi og við fengum sem fædd erum um og upp úr miðri síðustu öld.  Í dag er allt í mun hærri gír og kröfurnar óheyrilegar.  Hvað er að því að ala börn þannig upp, að þau séu börn þangað til andlegi þroskinn býður upp á annað ?  Og hvað um að kenna þeim muninn á réttu og röngu og að glæpamynd í sjónvarpi sé langt utan við raunveruleikann ?

núll (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Atli Fannar Ólafsson

Og takk STEBBI fyrir ad baeta mer vid sem vini!

Atli Fannar Ólafsson, 16.5.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband