11 ára drengur sem lítur út eins og varúlfur

Pruthviraj Patil Varð eiginlega alveg orðlaus þegar að ég heyrði sögu hins ellefu ára drengs, Pruthviraj Patil, sem nefndur hefur verið varúlfsdrengurinn vegna þess að andlit hans er þakið hárum, á erlendri fréttastöð í kvöld. Hann hefur frá bernskuárum þjást af Hypertrichosis-sjúkdómnum, sem leiðir til hárvaxtar sem ekkert er ráðið við.

Patil er eitt af undrum læknissögunnar. Mér skilst að fimmtíu manns hafi fengið þennan sjúkdóm og er ekkert hægt að gera nema laser-meðferð en hún stöðvar ekki hárvöxtinn nema í örfáar vikur, þá fer allt aftur á sömu leið. Hefur honum verið strítt mjög og er eins og sýningardýr í dýragarði hvar sem hann fer, þar sem allir vilja skoða hann og þreifa á andliti hans sem þakið er hárum. Eitt er að sjá ljósmyndirnar af honum en enn meira sláandi að sjá fréttamyndirnar.

Alltaf heyrir maður svosem eitthvað nýtt, en það hlýtur að vera skelfilegt að vera ellefu ára gamall fastur í viðjum þessa sjúkdóms. Þvílík örlög. Vonandi verður hægt að gera eitthvað fyrir hann.

Pruthviraj Patil

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Já,svo sannarlega, verður vonandi eitthvað hægt að gera fyrir hann og hina sem þjást af þessu. Þetta hlýtur að vera hræðileg vanlíðan. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 03:53

2 identicon

Jæja, þar kom að því. Ég skrifaði bók um þetta fyrirbæri fyrir margt löngu (1998), það var bók nr. 2 í Gæsahúðar-flokknum og hét Loðni drengurinn. Ekki datt mér í hug að þetta gæti gerst í veruleikanum! Sýnir það ekki að veruleikinn er í raun alltaf ótrúlegastur allra, ótrúlegri en nokkur skáldsaga?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband