Blóðugt uppgjör í Þverholtinu

Lögreglan Ekkert lát virðist á ofbeldisverkunum í samfélaginu. Enn einn maðurinn barinn í klessu - er að verða daglegt fréttaefni. Finnst það mest sláandi hvað ofbeldið er orðið brútalt, margir hópa sig saman í að taka einn fyrir og nota barefli og stórhættuleg vopn þar sem lemja á fólk hreinlega í buff, skaða það eins mikið og mögulegt má vera.

Lýsingarnar af þessu máli í Þverholti minna einna helst á blóðugt uppgjör þar sem einhver hefnd eða óuppgerðar sakir er miðpunkturinn, einn er tekinn fyrir. Vopnin sem eru notuð í árásarmálum verða sífellt hættulegri. Í Keilufellsmálinu fyrir nokkrum vikum vakti athygli að notuð voru steypustyrktarjárn, gaddakylfur og rörbútar svo fátt eitt sé nefnt. Þegar að svona bareflum er beitt og barið í höfuðið er það ekkert nema hreint tilræði.

Finnst þetta minna helst á bandarískan veruleika, sem við sjáum helst í kvikmyndunum. Kannski er þetta veruleiki 21. aldarinnar, má vera. En hann er ógeðfelldur og hlýtur að vekja spurningar um hvort að svo muni jafnvel fara fyrr en síðar að lögreglan verði vopnuð rafbyssum - ofbeldið verði það mikið að lögreglan fái sterkari vopn til að taka á málum.

mbl.is Ráðist á mann í Þverholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn þekkir mætavel til í Þverholtinu.  Það verður því miður að segjast eins og er að undanfarna mánuði hefur ástandið í götunni versnað verulega - Það hefur t.d. orðið að læsa útidyrum í Egilsborgum, þannig að ekki er lengur opið inn í anddyri þar sem póstkassarnir eru.  Nokkrir rónar, dópistar og aðrir vafasamir karakterar hafa verið til vandræða í stigagöngum fyrirtækja, en Púkinn vill hins vegar ekkert fullyrða um hvort þessi hópur tengist Kaffi Stíg á Rauðarárstígnum.

Púkinn, 18.5.2008 kl. 10:28

2 identicon

Ég hef búið í Bandaríkjunum um 10 ára skeið og ef satt skal segja bjó ég við mjög mikla öryggiskennd og var ekkert var við ofbeldi eða neitt slíkt.  En vitaskuld skiptir staðsetningin máli.  Hins vegar má benda á það að kvikmyndir og veruleikinn eru tveir aðskildir hlutir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Slæmt er ástandið að verða, en mér finnst afar kynlegt ef þyngri dómar ættu að breyta því eitthvað. Fyrst þyrftum við nú að gera pláss í betrunarhúsum svo hægt sé að láta menn afplána þá (greinilega of vægu) dóma sem þeir fá í dag.

Það er svo aftur annað mál hvort lengri dvöl í fangelsi sé yfirhöfuð betrandi. Eitt er þó víst, en það er að aukið ofbeldi og tíðni glæpa á Íslandi á rætur sínar ekki til léttra dóma að rekja, þar sem dómarnir hafa ekki lést síðustu ár. 

Steinn E. Sigurðarson, 20.5.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband