Elisabeth Fritzl selur sögu sína hæstbjóðanda

Um leið og sorgleg saga Elisabeth Fritzl varð opinberuð fyrir nokkrum vikum var vitað að hún yrði vellauðug um leið og hún myndi segja sögu sína opinberlega í fjölmiðlum. Hún hefur einstaka sögu fram að færa og ætlar greinilega að nýta sér sviðsljós fjölmiðlanna til að endurbyggja líf sitt og sjálfstraust, ennfremur byggja upp nýtt líf fjarri hörmunum síðustu 24 ára.

Natascha Kampusch endurbyggði sitt líf með því að segja sögu sína af átta ára einangraðri tilveru og fékk vænar fúlgur fyrir frásögnina. Elisabeth hefur enn sterkari sögu fram að færa og mun verða fylgst með hverju orði sem frá henni kemur. Barist verður um fyrsta viðtalið og væntanlega munu upphæðirnar sem Elisabeth bjóðast verða mun hærri en það sem Natöschu bauðst. Þetta verður hennar leið til að tjá sig um málið og byggja sig upp sem persónu aftur.

Eðlilegt er að sú spurning vakni hvernig hægt sé að bæta fólki upp að vera lokað í vítisholu í hálfan þriðja áratug án dagsljóss og frelsis. Þær sálir sem það upplifa hljóta að vera brotnar og þurfa allsherjar uppbyggingu, til þess eins að horfast í augu við hversdaginn og mannlífið, sem það hefur farið algjörlega á mis við. Verkefnið sem blasir við í Austurríki er að byggja upp líf í hinum brotnu sálum fórnarlamba blóðskammar Fritzl-fjölskyldunnar. Viðtalið er ein leiðin út úr því, gera upp málið og segja söguna.

Ef marka má fréttir er Elisabeth merkilega sterk eftir svo langa einangrun og misnotkun föður síns. Teikningarnar sem hún gerði með börnunum sínum og voru sýndar opinberlega voru sterkt merki þess að þeim tókst að komast í gegnum þessa skelfingu og halda geðheilsunni, sem er ekki sjálfgefið þegar að fólk er brotið kerfisbundið niður.

Held að þetta viðtal verði heimsviðburður. Hvað sem fólki finnst um að selja sögu sína hæstbjóðanda er þetta saga sem verður að heyrast, hennar hlið verður að vera opinber. Það er jákvætt og gott ef að henni tekst að byggja nýtt líf með því að veita öðrum aðgang að raunum sínum og getur nýtt peningana fyrir sig og börnin sín.

mbl.is Elisabeth Fritzl ætlar að veita sjónvarpsviðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu en lastu ekki fréttina??

 "ORF mun ekki greiða fyrir viðtalið en hefur einkarétt á efninu. Sérfræðingar segja að sjónvarpsstöðin muni án efa selja sýningarréttinn fyrir jafnvirði tuga milljóna króna og að stór hluti þess fjár muni renna til Fritzl-fjölskyldunnar."

Hlynur K. (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað mun Elisabeth og börn hennar hagnast á því að segja sína sögu. Eins og fram kemur munu þau fá meginþorra þeirra peninga sem fást fyrir söluna á réttinum að viðtölunum. Enda munu þau nota þessa peninga til að byggja sér upp nýtt líf.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.5.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alveg sammála Sigurbjörg. Takk fyrir kommentið.

Eyddi öðrum kommentum sem hér komu fram þar sem er skítkast vegna skrifanna hér og gefið í skyn að ég telji Elisabeth Fritzl vera að maka krókinn og ég veit ekki hvað. Staðreynd mála er að að fjölmiðlar munu þurfa að borga fyrir viðtölin við Elisabeth og hún mun fá megnið af þeim peningum til að hefja nýtt líf. Fyrirsögnin hér er ekki óviðurkvæmileg, enda munu margir fjölmiðlar vilja kaupa aðgang að sögunni og viðtalið við hana mun verða mikill fjölmiðlaviðburður.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.5.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband