Regína Ósk og Frikki standa sig vel í Belgrad

Regína Ósk og Friðrik Ómar Regína Ósk og Friðrik Ómar eru að standa sig mjög vel í Belgrad. Eru pró og flott í kynningarstarfinu í aðdraganda söngvakeppninnar og koma súpervel út á sviðinu. Hef séð myndirnar af æfingum á YouTube og er ánægður með hvað þau eru að tækla þetta vel og greinilegt að stefnir í stórglæsilega frammistöðu hjá okkar fólki á fimmtudagskvöldið.

Þau eru stórglæsilegir fulltrúar okkar í keppninni svo sannarlega. Með valinu á þeim í febrúar vorum við að taka ákvörðun um að senda sannkallað fagfólk í tónlistinni, þau þekkja líka keppnina inn og út, miklir aðdáendur sögu hennar og það er hiklaust mikill plús að vera með band sem er séræft í að taka öll gömlu góðu lög keppninnar með This is My Life sem rúsínuna í pylsuendanum. Bæði hafa þau beðið nokkra stund eftir því að fara og þau eru að blómstra þarna úti, getum verið stolt af þeim.



Þetta verður heldur betur vika Eurovision-nördanna. Stefnir í þrjú Eurovision-partý hjá landsmönnum, undanúrslitakeppnirnar eru á þriðjudag og fimmtudag (þegar að Frikki og Regína keppa) og svo auðvitað á laugardaginn þegar að úrslitakeppnin verður. Stóra markmiðið fyrir okkur er að komast á úrslitakvöldið. Allt annað er plús. Þori eins og er ekki að vonast eftir meiru en komast loksins upp úr þessari fjárans undankeppni sem við höfum dúsað í alltof lengi, þrjú ár í röð.

En nú er bara að fara að undirbúa sig fyrir Eurovision-viku dauðans. Eins og við vitum annars öll eru þeir fyrstir að sjónvarpinu sem segjast ekki fíla keppnina. Það verða allir orðnir Eurovision-nördar eftir þrjú Eurovision-partý.

mbl.is Eurobandið í sveiflu í Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband