Hversu góð er samviska þeirra sem stela?

Þjófnaður er ávallt alvarlegt mál og ánægjulegt ef hægt er að ná þeim sem stela, þó ekki sé það oft merkilegt. Reyndar er ótrúlegt alveg hvað sumir leggjast lágt í að stela og taka jafnvel eigur þeirra sem það er í heimsókn hjá og gera að sínu. Finnst það eiginlega alveg botninn á öllu, eins og lýst er í fréttinni með þessu.

Þjófnaðir eru ekki alltaf saklausir, það er t.d. sláandi að sjá hvað eru margir öryggisverðir á ferð í verslunum þar sem hnuplað hefur verið. Oft er stolið mjög litlu, en samt leggur fólk það á sig að taka eitthvað, enda skilst manni að mjög miklu sé á ársbasis stolið í verslunum. Fólki líður varla vel með slíkt á samviskunni.

Fyrir nokkrum mánuðum var fullyrt í fréttum að íslenskt starfsfólk hefði stolið hefði stolið sjálft helmingi þess sem er hnuplað í verslunum. Veit þó ekki hversu áreiðanlegar þessar mælingar eru, en þetta var mjög eftirminnileg frétt og þessi fullyrðing vakti mikla umræðu einmitt hér í netheimum á sínum tíma.

Hef svosem heyrt margar sögur af fólki sem leggur mikið á sig til að stela. Stundum kemst það upp sem betur fer, en aðrir komast upp með það og hafa sennilega ekki góða samvisku yfir því. Eða hver veit?


mbl.is Gesturinn stal farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband