Frjálslyndir hækka á umdeildri innflytjendastefnu

Fylgi flokkanna Það vekur mikla athygli að sjá fylgismælingar flokkanna nú. Frjálslyndir virðast fá nokkuð fylgi út á umdeilda innflytjendastefnu og kemur það ekki að óvörum. Þetta er týpísk dægurflugumæling. Hinsvegar hefur tali þeirra tekist að vekja athygli og allt að því deilur í samfélaginu. Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi umdeilda innflytjendastefna heldur áfram að tryggja Frjálslyndum fylgi.

Annað sem vekur mikla athygli er fylgismæling Samfylkingarinnar, sem bætir allnokkru við sig á meðan að vinstri grænir missa mikið fylgi. Framsókn er heillum horfin með aðeins rúm 6% fylgi og fjóra þingmenn, eru minni en Frjálslyndir. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 38% fylgi og 25 þingsæti, vel yfir kjörfylginu 2003

mbl.is Fylgi Frjálslynda flokksins eykst mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband