Skynsöm ákvörðun hjá bæjarstjórn Akraness

Akranes Ánægjulegt er að sjá að þverpólitísk samstaða er í bæjarstjórn Akraness við þá ákvörðun að taka á móti 30 flóttamönnum að svipuðu tagi og mörg önnur sveitarfélög, flest minni, hafa gert á undanförnum árum. Tekið var með röggsemi á því vandamáli að einn varabæjarfulltrúi ætlaði að stöðva málið sem formaður félagsmálaráðs gegn öllum bæjarfulltrúum og embættismönnum sem studdu málið. Meirihlutabreytingarnar voru nauðsynlegar til að vilji bæjarfulltrúa yrði að veruleika.

Hefur fundist hún lágkúruleg umræðan sem þessi varabæjarfulltrúi hefur boðið upp á að undanförnu. Hefur hann talað niður Akranes sem sveitarfélag með orðum sínum og gefið þeim byr undir báða vængi sem hafa kallað Frjálslynda flokkinn hallan undir kynþáttahatur og vandamálatal í garð innflytjenda. Mörg minni sveitarfélög hérlendis hafa tekið við flóttamönnum og boðið þá velkomna í sitt samfélag og leyst úr málum svo vel megi vera og hefur það blessast mjög vel í alla staði. Vandamálatalið var einfaldlega ekki í pakkanum.

Í Dalvíkurbyggð var tekið á móti hópi flóttafólks frá Kósóvó með skömmum fyrirvara og litlum undirbúningi fyrirfram. Sveitarfélagið tók verkefnið og leysti vel úr því öllu. Allir íbúar lögðust á eitt við að tryggja farsæla lendingu mála. Enginn vandamálabragur eða nöldur var yfir því. Þar voru allir stoltir yfir því hversu vel tókst til og flóttafólkið varð að Dalvíkingum á mjög skömmum tíma, aðlögðust vel samfélaginu þó það hefði átt erfitt á sínum heimaslóðum. Því gengur vel í dag.

Í Dalvíkurbyggð eru rétt um 2000 íbúar en á Akranesi eru eitthvað um 6000. Skil ekki vandamálatal þessa hóps sem talar gegn þessu, ber það á borð að skóla- og félagsþjónusta ráði ekki við verkefnið. Það verður til að kóróna skömmina fyrir þetta lið sem talar svo ef safna á undirskriftum gegn komu flóttafólksins. Ekki mun það fólk rísa upp við þann ósóma.

En þetta er góður dagur á Akranesi og ég vona að allir bæjarfulltrúar leiði málið af sóma, eins og þeir hafa reyndar samþykkt með ákvörðun dagsins.


mbl.is Tillaga um að taka við flóttamönnum samþykkt einróma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband