Umdeild teikning ríkislistamannsins Sigmund

Umdeild teikning Sigmund Skopmyndateiknarinn Sigmund hefur alltaf verið umdeildur, oftast nær í jákvæðum skilningi þess orðs að fólk hefur deilt um teikningar hans út frá pólitískum línum, enda hefur hann aldrei hlíft neinum sérstaklega. Nú er hann gagnrýndur útfrá öðrum þáttum en áður, enda verið nær ósnertanlegur alla tíð. Þessi teikning er allavega umdeilanleg í meira lagi.

Eins og flestir muna vonandi er Sigmund orðinn ríkislistamaður. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, og Sigmund undirrituðu í Vestmannaeyjum fyrir tæpum þrem árum samning um kaup ríkisins á öllum skopmyndum Sigmunds sem birtust höfðu á síðum Morgunblaðsins til þess tíma. Með því eignaðist ríkið allan rétt af þessum myndum og hefur staðið til að þær yrðu allar myndaðar og komið í tölvutækt form þar sem öll þjóðin gæti haft aðgang að þeim. Kaupin voru réttlætt með því að hann væri listamaður allrar þjóðarinnar.

Hugmyndin þá var að varðveita frumritin að myndunum á sérstöku Sigmund-safni sem verði hluti af menningarhúsi í Vestmannaeyjum. Enginn vafi leikur á að Sigmund hefur markað sér sess sem fremsti skopmyndateiknari landsins og notið virðingar margra landsmanna með því að hafa vakið fram gleði þeirra og hlátur með teikningum sínum af landsþekktum Íslendingum, einkum stjórnmálamönnum seinustu áratuga. Myndir hans hafa verið þjóðarspegill, einkum á vettvangi stjórnmálanna og sagt að mörgu leyti sögu þeirra einna best í rúm 40 ár. Honum hefur að mestu tekist að verða óumdeildur, frekar ósnertanlegur.

Samningurinn vakti miklar spurningar á sínum tíma og undrun margra. Veit ég ekki á hvaða stigi ríkiskaupin á verkum Sigmunds eru stödd núna og hvort búið sé að vinna alla vinnuna að safni teiknimyndaverka hans. En það er ágætur punktur í umræðuna að hann er orðinn sameign allra landsmanna með verkum sínum eftir að Halldór Ásgrímsson undirritaði fyrrnefndan samning út í Eyjum fyrir nokkrum árum.

Þó þessi teikning sé umdeild líður brátt að því að við getum séð myndir Sigmunds á safni, jú við eigum þær nefnilega allar.

mbl.is Myndasaga Sigmunds gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sigmund er að minu mati lelegur teiknari og humorinn íslenskur aula humor einsog verst gerist, hlægja og grinast að að oförum annara án þess að þar se nokkur dýpt eða meining. Eg man vel þegar rikið keypti allt draslið einsog um einhverja þjoðargersemi væri að ræða, vonandi er buið að fela þetta þar sem það finnst ekki aftur :-)

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Mér hefur fundist hann vera ruddalega dónalegur og ósmekklegur á flestan hátt alveg frá fyrstu tíð, en ég byrjaði að lesa Morgunblaðið á sjöunda áratugnum.

Elías Halldór Ágústsson, 20.5.2008 kl. 10:49

3 identicon

Sammála Elíasi ... Sigmund hefur allt of oft verið virkilega dónalegur í garð margra.  T.d. hvað er þetta með Obama og mannætuna?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Ég verð að andmæla þeim sem hér hafa skrifað. Sigmund er frábær teiknari og finnst mér myndirnar yfirleitt alltaf nokkuð fyndnar og góður samfélagsspegill tímans.

Ég fer hins vegar ekki leynt með það, að þessi tiltekna mynd sem hér um ræðir er fyrir neðan beltisstað. Ég varð mjög hugsi þegar ég sá hana í Mogganum um daginn og finnst hún vera einum of. Spurning hvernig Mogga-menn taka á þessu.

Heiðar Lind Hansson, 20.5.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband