Nýtt bæjarmálavefrit á Akureyri

AkureyriVið, áhugafólk um stjórnmálaumræðu hér á Akureyri, höfum nú stofnað þverpólitískt bæjarmálavefrit undir heitinu Pollurinn og verður það á slóðinni pollurinn.net. Ritstjórar vefritsins verða Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistaskólans, og Jón Ingi Cæsarsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skipulagsnefndar Akureyrarbæjar.

Er stefnt að virkum og lifandi skrifum um bæjarmál og pólitík frá okkar sjónarhóli. Það var mér heiður að vera boðið að vera með í þessu verkefni og ætla ég mér að skrifa líflegar og góðar greinar um bæjarmál á þessum vef.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband