Veikindi Teddy Kennedy - síðasta pólitíska ljónið

Ted Kennedy Hef verið að fylgjast með fréttum á fréttastöðvunum af veikindum Ted Kennedy, öldungadeildarþingmanns, sem var greindur með heilaæxli í dag. Allt frá því tilkynningin kom fyrir klukkutíma hefur ekki verið talað um annað. Ekki er sparað lofið á Kennedy og hlutverk hans í öldungadeildinni og í bandarískum stjórnmálum almennt síðustu hálfu öldina. Sumir nefna hann síðasta ljónið í deildinni, síðustu tenginguna við gömlu pólitíkina.

Forsetaframbjóðendurnir tjá sig auðvitað um málið, enda eru þeir allir vinnufélagar hans í öldungadeildinni. Heyrði áðan yfirlýsingu John McCain, sem talaði mjög lofsamlega um hlutverk Kennedys. Þeir hafa unnið saman í öldungadeildinni í hálfan þriðja áratug og verið oft saman vissar tengingar milli flokkanna í nefndastarfi og málefnavinnu. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur talað vel um hann líka og mörgum að óvörum hringdi hann til Kennedys á spítalann reyndar um helgina eftir að hann veiktist.

Ted Kennedy hefur setið í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 1962 - var þá kjörinn í sæti bróður síns í öldungadeildinni. Hann er eins og fyrr segir á vefnum í dag bróðir John F. Kennedy, fyrrum forseta Bandaríkjanna, og Bobby Kennedy, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og öldungadeildarþingmanns í New York. Hann hefur leikið lykilhlutverk af hálfu demókrata í öldungadeildinni alla tíð og aðeins Robert Byrd, hefur setið lengur nú í öldungadeildinni og ég held að þeir séu reyndar ekki nema fimm eða sex sem hafa átt sæti þar lengur en hann í heildina. Þannig að hann á mjög merkan feril að baki.

Kennedy gaf kost á sér til forsetaembættis, eins og bræður hans. Hann tókst á við Jimmy Carter, þáverandi forseta Bandaríkjanna, um útnefninguna og tapaði þeim slag. Flest gekk á afturfótunum í því framboði, einkalíf hans var í hálfgerðri rúst og frægu hjónabandi hans og Joan Kennedy lauk skömmu síðar, en hún hafði barist við drykkjusýki. Hann hefur lengi verið örlagavaldur mála innan flokksins og mikla athygli vakti þegar að hann studdi Barack Obama í janúar. Í kjölfar hans fylgdu systkinabörn hans; Caroline Kennedy Schlossberg og Maria Shriver, og mágkona, Ethel Kennedy.

Í kjölfar þeirrar stuðningsyfirlýsingar lýstu fjöldi þingmanna í öldungadeildinni yfir stuðningi við Obama. Held að stuðningur hans hafi haft viss áhrif. Með því kom sá stimpill á Obama að eldri kynslóðir í flokknum treystu honum, þó hann hafi litla reynslu að baki og hann hefur sífellt bætt stöðu sína síðan og er orðið vel ljóst að hann verður forsetaefni demókrata í nóvember. Forkosningabarátta demókrata er á lokastigi og mun sennilega ljúka í dag af alvöru.

Á CNN er víðtæk umfjöllun um þetta. Það er talað við lækna, stjórnmálamenn og pólitíska sérfræðinga um veikindin, stjórnmálamanninn Ted Kennedy og áhrif hans í bandarískum stjórnmálum. Lítið hefur þó verið rætt um ógæfu Kennedy-fjölskyldunnar en hún er orðin fræg og ekki munu þessi sorglegu veikindi Teddys draga úr þeim pælingum.

mbl.is Kennedy með heilaæxli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Flottur pistill hjá þér Stefán , eins og venjulega. Áhugaverðar upplýsingar.

Anna Guðný , 21.5.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband