Norræn velgengni - sanngjörn niðurstaða

Kalomoira frá GrikklandiVar gaman að horfa á fyrri undanúrslitakeppnina í Eurovision í kvöld. Bæði norrænu lögin komust áfram, sem er glæsilegt - gott að austantjaldsblokkin var ekki dómínerandi við valið. Held að þetta hafi verið sanngjarnt og fínt núna bara. Öll bestu lög kvöldsins komust áfram, en hinsvegar náðu grínlögin ekki góðum árangri. Kalkúnninn Dustin frá Írlandi komst ekki langt á glæstri sögu landsins í keppninni.

Finnst finnska lagið mjög flott og var eiginlega alltaf viss á því að það kæmist áfram, en var í meiri vafa með það norska, sem er þó virkilega fallegt, og því er glæsilegt að það hafi náð á úrslitakvöldið. Þetta lofar góðu vonandi fyrir hinar norðurlandaþjóðirnar en við keppum við Svía og Dani á fimmtudagskvöldið um að komast áfram. Varla munu allar þjóðirnar ná áfram.

Er að vona að Charlotte Nilsson Perrelli nái ekki að sigra keppnina. Hún vann Selmu Björnsdóttur í keppninni í Jerúsalem fyrir níu árum og margir spá henni sigri nú. Finnst lagið hennar fjarri því að vera best. Finnst eiginlega úkraínska lagið best. Finnst reyndar sérstaklega fínt hvað keppendur nota sviðið vel og eru margir með heljarinnar show.

Kom mér helst á óvart að Ísrael myndi takast að komast á úrslitakvöldið, en það var ekki mikið af óvæntum uppákomum. Skemmtilega óvænt að Grikkland skyldi ná áfram. Það lag bætti sífellt við sig í aðdraganda keppninnar. Meira og minna eftir bókinni. Verður gaman að vita á laugardag hvaða þjóðir fara áfram á dómnefndavalinu, tíunda þjóðin á hvoru kvöldi mun verða valin eftir dómnefndum, sem það land með hæsta skor er náði ekki í símakosningu.

Var fúlt að geta ekki kosið sitt uppáhaldslag í kvöld, en við fáum okkar tækifæri á fimmtudag. Finnst gott að hafa tvær undanúrslitakeppnir og geta brotið upp austantjaldsblæinn á keppninni og fengið aðeins fjölbreyttara úrval af þjóðum. Þetta var einum of einsleitt í fyrra til dæmis. Lagast eitthvað vonandi.

Þetta verður ansi vænleg Eurovision-vika og væntanlega verða allir þeir sem þora ekki að viðurkenna að þeir séu Eurovision-nörd búnir að viðurkenna það á laugardaginn.


mbl.is Noregur og Finnland áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi. Mér fannst mjög skrýtið að Ísrael og Pólland kæmust áfram þar sem mér fannst þau lög arfaslök og rússneska lagið fannst mér illa flutt. Hefði frekar viljað sjá slóvenska, hollenska og lagið frá Andorra áfram. Hinu er ég sammála.

Jón Árni (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið frændi.

Er alveg sammála með Ísrael og Pólland. Þau hljóta að hafa verið alveg á mörkunum í valinu, tæpust inn. Dima Bilan komst aðeins áfram með rússneska laginu á kynþokka og showinu í atriðinu. Hann er ekki spes söngvari og lagið er flatt, lagið sem hann söng fyrir tveim árum var miklu betra. Fannst sérstaklega slæmt að Holland náði ekki áfram, hafði spáð því áfram. Tek undir hvert orð. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.5.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband