Óvissa um framtíð Íslendingabókar á netinu

Íslendingabók

Óvissa er nú uppi um framtíð Íslendingabók, ættfræðigagnagrunns Íslenskrar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar ehf, en þar eru upplýsingar um ættir allra Íslendinga sem heimildir eru til um. Vefurinn var opnaður í mars 2003 af Tómasi Inga Olrich, þáv. menntamálaráðherra, og hefur verið gríðarlega vinsæll.

Skv. fréttum í Mogganum er alls óvíst hvað verður um vefinn. Deilur munu vera uppi um framtíð vefsins og hvernig hann sé rekinn og haldið á málum. Þetta er afar leitt finnst mér. Ég hef notað Íslendingabók talsvert, enda er það virkilega vandaður og notalegur vefur sem skiptir okkur máli. Ég held að ég hafi öðlast áhuga á ættfræði í gegnum vefinn, en hann er jú eini ættfræðigrunnurinn í heiminum sem nær til heillar þjóðar. Við getum því rekið tengsl okkar á milli með auðveldum hætti.

ÍE setti grunninn saman í samstarfi við Friðrik Skúlason, með það að markmiði að nýta ættfræðiupplýsingarnar við erfðafræðirannsóknir fyrirtækisins og hefur ÍE staðið straum af meginkostnaði. Íslendingabók hefur nafn sitt frá merku fornriti, Íslendingabók Ara Fróða, en þar er saga Íslands rakin allt frá landnámi og fram á 12. öld. Fallegt heiti svo sannarlega. Ég vona að vefurinn haldi áfram, enda skiptir hann miklu máli.


mbl.is Óvissa um framtíð Íslendingabókar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband