Sprengjan gerð óvirk - hvaðan kemur sprengjan?

Sprengjuhætta í KópavogiJæja, þá er búið að aftengja sprengjuna á svæði Snælandsskóla í Kópavogi sem svo mikið hefur verið talað um í dag. Í kjölfar skrifa minna áðan fékk ég póst frá manni sem hefur búið mjög lengi í Kópavogi sem sagði mér að engin merki væru um að hermenn hefðu verið þarna eða geymsla á þeirra vegum hafi verið þarna. Allavega engin söguleg merki þess efnis.

Þá er eðlilegt að spurt sé hvaðan þessi sprengja komi eiginlega, hvernig hún hafi endað þarna. Ef hermenn hafa ekki verið þarna eða geymsla af einhverju tagi er eðlilegt spurt sé hvort að mögulegt sé að hún hafi verið flutt þangað sérstaklega eða hafi endað þar fyrir slysni, jafnvel dottið úr flugvél þar sem þarna liggur aðflugslína að Reykjavíkurflugvelli.

Kannski er við hæfi að rifja upp þætti Helga H. Jónssonar um stríðsárin núna á næstunni - á þá einhversstaðar í safninu mínu. Þeir voru mjög vel gerðir og dekka vel þennan tíma og umsvif hersins hér. En allavega er stórmerkilegt ef engin aðstaða hermanna hefur verið þarna og því spurning um hvernig sprengjan endaði þar og var á skólasvæði á okkar tímum.

Enda getur varla verið að skóli og mannvirki hafi verið reist þarna nema þá að ganga úr skugga um að þarna væru ekki leifar af stríðsminjum, hafi verið vafi uppi um hvort þarna hafi verið eitthvað slíkt.

Allavega, stórmerkilegt mál að öllu leyti.


mbl.is Sprengja í Fossvogi gerð óvirk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Eins og ég sagði í þessari færslu.

Þá er líklegast að flugvél í aðflugi að flugvellinum séð fram á að þurfa að nauðlenda (en nokkrar flugvélar nauðlentu á stríðsárunum) og því losað sig við sprengjurnar þarna. En vegna þess hversu lágt hann hefur flogið og að þarna var blaut mýri á þessum árum, þá hafi sprengjan ekki sprungið.

En það er líklegt að flugvélin hafi verið með fleiri sprengjur og því gætu fleiri sprengjur þarna í mýrinni.

Júlíus Sigurþórsson, 21.5.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband