Misheppnaður húmor hjá Árna Johnsen

Árni Johnsen Það er öflug prófkjörshelgi framundan - þrjú sterk prófkjör. Þar munu örlög frambjóðenda ráðast. Fjöldi þingmanna gæti fallið um helgina og ný þingmannsefni komið til sögunnar. Mikið er skiljanlega reynt í slíkum slag. Verð þó að viðurkenna að mér brá nokkuð þegar að ég las Morgunblaðið í morgun og sá þar auglýsingu frá Árna Johnsen þar sem að nýsjálenski óskarsverðlaunaleikarinn Russell Crowe var auglýstur meðal stuðningsmanna.

Nú þyki ég nú hafa ágætis húmor en ég verð að viðurkenna að ég undrast svona framsetningu í kosningabaráttu. Hvað yrði sagt t.d. ef að ábyrgur stjórnmálamaður hér birti mynd af heimsþekktum stjórnmálamönnum og leikurum öðrum en þessum tiltekna leikara í auglýsingum sínum án heimildar þeirra? Það er ekkert vandamál að skreyta sig með fólki til stuðnings og það er vissulega eðlilegt fylgi þar hugur máli og almennilegur stuðningur sem vigtar þungt í baráttu í stjórnmálum. En þetta er eitthvað sem varla nokkur heilvita maður skilur í.

Þetta telst því misheppnaður húmor í mínum augum allavega, enda liggur hann gjörsamlega steinflatur. Það er ekki flóknara en það.

mbl.is Russel Crowe á meðal stuðningsmanna Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband