Hannes Hólmsteinn sýknaður

Laxness (þriðja bindi HHG) Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, var í dag sýknaður af öllum kröfum Auðar Sveinsdóttur Laxness, ekkju Nóbelsskáldsins Halldórs Kiljans Laxness, en hún og dætur hennar hafa margoft talið að Halldór hefði brotið gegn höfundarrétti við ritun fyrsta bindis af þrem, sem kom út árið 2003, í röð ævisagna Hannesar um Laxness. Þetta er merkilegur dómur, sem vekur svo sannarlega athygli, en bækur Hannesar um Laxness hafa vakið mikla athygli, sérstaklega annað bindið sem var þeirra allra best.

Fannst mjög merkilegt að lesa dóminn í heild sinni er ég leit á mbl.is, en ég var að koma úr hressilegri fjögurra kílómetra göngu í Kjarnaskógi og gaf mér góðan tíma til að fara yfir þetta. Mér fannst bækur Hannesar um Laxness virkilega vel ritaðar og vandaðar. Mér fannst annað bindið algjört hnossgæti og las það með gríðarlegum áhuga jólin 2004. Á ég öll bindin svo að ég stefni að því að draga þær fram aftur fljótlega og lesa.

mbl.is Hannes Hólmsteinn sýknaður af bóta- og refsikröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband