Charlotte mætir í nýjum kjól með nýtt lag og andlit

Charlotte Perelli Held að það sé alveg heiðarleg fullyrðing að Íslendingar hafi elskað að hata blondínubombuna Charlotte Nilsson Perelli síðan að hún sigraði Selmu í Jersúsalem fyrir níu árum. Nú er hún komin aftur í nýjum kjól með nýtt lag og þetta líka glænýja andlit. Svo nýtt að varla þekkir nokkur maður hana.

Eiginlega er það sláandi hvað sú Charlotte sem nú raular lagið Hero er ólík þeirri sem söng Take Me To Your Heaven í vínrauða dressinu forðum daga á meðan að við blótuðum henni í sand og ösku heima í stofu. Breytingin á henni er eiginlega sláandi. Hún er greinilega orðin andlit lýtaaðgerða.

Einn sem sá keppnina um daginn hélt reyndar að hún væri klæðskiptingur, enda vottar varla fyrir kvenlegum þokka í þessu andliti, miðað við það sem blasti við áhorfendum þegar að hún vann keppnina. Er engu líkara en andlitið hafi verið sett saman upp á nýtt.

Ætla rétt að vona að Charlotte vinni ekki keppnina í kvöld. Lagið hennar er ekkert spes og vindblásturinn er orðinn einum of þreyttur fyrir Svíana. Þetta er eins og blessunin hún Carola sem varla mátti taka lagið nema vera með vindinn í fangið.

Carola náði ekki að sigra keppnina þegar að hún ætlaði að eiga sér endurkomu fyrir tveim árum, eftir að hafa sigrað með Fangad av en Stormvind árið 1991. Ætla rétt að vona að hin sænska Charlotte nái ekki að landa öðrum sigrinum með nýja andlitinu sínu.

mbl.is „Fegin að Dustin datt út"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sorglegasta er að hún 33 ára gömul en lýtur út núna eftir allar þessar lýtaaðgerðir sem eiga að gera hana unglega, út fyrir að vera 50 að nálgast sextíu.

Botox gerir fólk að sviprigðalausum uppvakningum.  

Fannar frá Rifi, 25.5.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband