Spenna í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kraganum

Sjálfstæðisflokkurinn Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram í dag. 11 eru í kjöri; 6 konur og 5 karlmenn. Það stefnir í áhugavert prófkjör í kraganum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson gefa ein kost á sér í fyrsta og annað sætið og eru því nær óumdeild til forystu. Bæði hafa þau mikinn stuðning um kjördæmið, enda þau hin einu sem sækjast eftir endurkjöri af þeim alþingismönnum sem flokkurinn hlaut kjörinn í kraganum 2003.

Auk þeirra er Sigurrós Þorgrímsdóttir á þingi, en hún tók sæti við afsögn Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi. Um þriðja sætið takast Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson. Er mjög erfitt að spá um úrslit í þeim slag, enda tveir mjög öflugir sveitarstjórnarmenn innan flokksins og fólk með öflugt bakland. Hörkubarátta er svo um fjórða sætið. Þar eru í kjöri Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigurrós, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir. Spenna verður því um öll sætin á milli 3-6 og mjög erfitt að spá um stöðuna í þessum sætum. Beðið er því fyrstu talna kl. 18:00 með mikilli spennu.

mbl.is Kjörsókn fer vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband