Spennandi talning í Kraganum

Sjálfstæðisflokkurinn Talning stendur nú yfir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Nú hafa verið talin 1500 atkvæði. Þorgerður Katrín og Bjarni Ben leiða og Ármann Kr. Ólafsson er í þriðja sætinu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir í því fjórða.

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
2. Bjarni Benediktsson
3. Ármann Kr. Ólafsson
4. Ragnheiður Ríkharðsdóttir
5. Ragnheiður Elín Árnadóttir
6. Jón Gunnarsson

Það stefnir í hörkuspennu í kraganum skv. þessu.


Viðbót - kl. 18:45

Jón Gunnarsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir hafa haft sætaskipti nú í öðrum tölum. Jón er því fimmti nú. Annars er staðan óbreytt.

Viðbót - kl. 19:20

Þegar að 3200 atkvæði hafa verið talin eru Jón Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir orðin jöfn í 4. - 5. sætið með jafnmörg atkvæði. Annað er óbreytt.

Viðbót - kl. 21:05

Þegar talin hafa verið rúm 4400 atkvæði er Ragnheiður Ríkharðsdóttir fallin niður í sjötta sætið. Jón Gunnarsson er fjórði en Ragnheiður Elín Árnadóttir er fimmta.

Viðbót - kl. 21:25

Tæp 5000 atkvæði af rúmlega 6000 alls hafa verið talin í Kópavogi. Staða efstu sex er óbreytt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband