Sviptingar hjá Samfó í RVK í spennutalningu

Samfylkingin Sviptingar eru greinilega að verða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún og Össur leiða í fyrstu tölum. Guðrún Ögmundsdóttir, alþingismaður, er ekki inni í topp tíu skv. tölum nú á sjöunda tímanum. Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, var í öruggu sæti í fyrstu tölum en féll svo niður í níunda sætið. Naumt er á milli sumra frambjóðenda og allt getur greinilega gerst.

Í öðrum tölum er staðan svona:

1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
2. Össur Skarphéðinsson
3. Jóhanna Sigurðardóttir
4. Ágúst Ólafur Ágústsson
5. Helgi Hjörvar
6. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
7. Mörður Árnason
8. Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Í níunda sæti er eins og fyrr segir Kristrún Heimisdóttir og tíunda er Valgerður Bjarnadóttir, ekkja Vilmundar Gylfasonar og systir Björns Bjarnasonar. Það varð það mikil sveifla í öðrum tölum frá þeim fyrstu að allt getur greinilega gerst og þetta er galopið algjörlega.

Viðbót - kl. 19:15

Þegar talin hafa verið 3200 atkvæði af 4800 alls, er staðan óbreytt frá öðrum tölum.

Viðbót - kl. 21:05

Þegar aðeins rúm 300 atkvæði eru ótalin í prófkjörinu er staða efstu tíu óbreytt, en litlu munar.

mbl.is Ingibjörg og Össur með flest atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband