Sviptingar í Kraganum - líður að lokum talningar

Sjálfstæðisflokkurinn Talning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi stendur nú yfir í Kópavogi. Þegar að rúmlega þúsund atkvæði eru ótalin er Ragnheiður Ríkharðsdóttir fallin í sjötta sætið og Jón Gunnarsson situr í fjórða sætinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson hafa hlotið afgerandi stuðning til forystu á listanum og Ármann Kr. Ólafsson hefur hlotið góða kosningu greinilega í þriðja sætið.

Eftir því sem leið á kvöldið veiktist staða Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Hún hóf kvöldið í fjórða sætinu, varð svo jöfn við Jón Gunnarsson í 4. - 5. sæti en féll svo niður í sjötta sætið. Ragnheiður Elín Árnadóttir hóf kvöldið í fimmta sætinu en Jón Gunnarsson í sjötta. Þau höfðu sætaskipti í öðrum tölum og Jón styrktist jafnt og þétt eftir því sem leið á kvöldið. Eins og staðan er nú er því Ragnheiður Elín fimmta, ofan við Ragnheiði Ríkharðsdóttur.

Það má jafnvel búast við frekari sviptingum. Athygli vekur að Sigurrós Þorgrímsdóttir, alþingismaður, sem tók sæti við afsögn Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, í maílok, hefur aldrei verið í efstu sex sætum í allt kvöld og virðist því fallin úr öruggu þingsæti. En fylgst verður með lokastundum talningar og hvernig fer að lokum í talningunni í Kópavogi.

Viðbót - kl. 22:05

Skammt stórra högga á milli. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er komin aftur í fjórða sætið og hin færast þá neðar; Ragnheiður Elín í fimmta sætið og Jón í það sjötta.

Viðbót - kl. 22:45

Þegar að rúmlega 300 atkvæði eru ótalin er Ragnheiður R. enn fjórða. Munurinn milli Ragnheiðar Elínar og Jóns í fimmta sætið eru 17 atkvæði, Ragnheiði Elínu í vil.

mbl.is Óbreytt staða hjá sjálfstæðismönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband