Frábær skrif Egils Helgasonar um prófkjör

Egill Helgason Ég hef alla tíð haft lúmskt gaman af skrifum og pælingum Egils Helgasonar um stjórnmál. Í þætti sínum í gær flutti hann viðeigandi hugvekju um prófkjör. Dagarnir líða varla núna án þess að við fáum fréttir af því að þingmenn fái skell í prófkjörum og að menn eða konur komist í mjúka stóla (í öruggu sætunum) í steingráu húsi við Austurvöll.

Þetta er merkilegur tími í stjórnmálum og svolítið gaman að upplifa þetta allt. Ég hef það mikinn áhuga á stjórnmálum að mér leiðist ekki svona árstími, þrátt fyrir allt. En eru prófkjörin að stefna í rétta átt? Ég leyfi mér að efast stórlega um það. Peningahyggja prófkjöranna eru að verða ansi áberandi. Það fer enginn standandi orðið í gegnum prófkjör nema að vera þekkt andlit, hafa standandi veitingar á rándýrri kosningaskrifstofu allan daginn og vera með colgate-tannkremsbros.

Egill fjallar vel um þetta í hugvekju sinni. Þar segir m.a.

Allt hefur þetta yfirbragð lýðræðis, en er kannski ekkert sérlega lýðræðislegt. Og kemur að vissu leyti í staðinn fyrir að flokkar hafi stefnu. Prófkjörið er kannski eina alvöru lífsmarkið í flokknum. Þetta tekur líka óskaplegan tíma. Þingmaður er varla kominn í sæti sitt fyrr en hann er farinn að hugsa um prófkjör. Þar etur hann kappi við ætlaða samherja sína - fátt skapar meira hatur innan flokka en prófkjör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband