1.6.2008 | 14:29
Forsetadraumur Hillary að renna út í sandinn
Fyrir hálfu ári töldu flestir víst að Hillary Rodham Clinton myndi marka söguna og verða fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna á árinu 2008 - þetta yrði ár kvenna í stjórnmálum. Svo verður ekki. Flest bendir nú til þess að forsetadraumur Hillary líði undir lok í kjölfar forkosninga á þriðjudag, þar sem Barack Obama mun væntanlega ná útnefningunni formlega. Niðurstaða flokksnefndarinnar í gær tryggir stöðu hans og Hillary getur ekki náð honum. Tapið verður hið fyrsta á löngum ferli Hillary.
Fyrir nokkrum mánuðum taldi ég að Hillary myndi ryðja allri samkeppni um útnefninguna úr vegi sínum strax í upphafi. Fór oft yfir það hér, benti þó líka á að færi hún að hökta og tapa í upphafi yrði róðurinn þungur. Hún virkaði ósigrandi og varð að halda þeirri ímynd. Hún var særð eftir Iowa og það var einhvernveginn eins og tímapunkturinn er Obama náði yfirhöndinni hafi verið í kappræðunum í Philadelphiu skömmu fyrir forkosningarnar í Iowa. Henni tókst að sigra, þvert á allar líkur, í New Hampshire og náði öðrum mikilvægum sigrum.
Þáttaskil baráttunnar voru þó eftir ofur-þriðjudaginn þar sem bæði Obama og Hillary gátu fagnað sigri, er Obama vann tólf forkosningar í röð og tók litlu fylkin sem byggðu upp sterka stöðu hans. Stóru mistök Hillary hafa verið mörg á mikilvægum köflum baráttunnar, en þau hin mestu voru að láta Bill Clinton leika lausum hala, vanmeta kjörfundina þar sem forkosningaaðferðin var ekki notuð, auðvitað í Iowa í upphafi en einnig aðra í kjölfarið, spá ekki nógu vel í litlu fylkjunum en reyna að vinna á þeim stóru. Obama var frá upphafi einkum að spá í að safna þingfulltrúum og það var rétta strategían að sjálfsögðu.
Tapið sem blasir við Hillary er ekki bara áfall hennar heldur um leið eiginmanns hennar, sem er einn sterkasti forseti Bandaríkjanna á síðustu áratugum og hafði níu líf kattarins en gerði hinsvegar mörg og mikil mistök í baráttu eiginkonu sinnar, einkum undir álagi er hann lét skapið hlaupa með sig í gönur. Auðvitað er tap Hillary stórtíðindi miðað við það bakland sem hún fór af stað með í baráttuna; digra sjóði og góða bakhjarla. Tap hennar í þessum slag breytir líka valdalínunum innan flokksins, nú er þetta orðinn flokkur Obama og hann ræður ferðinni en ekki Clinton-hjónin sem hinar miklu fjölmiðlastjörnur, eins og sást vel á flokksþinginu í Boston 2004.
Obama hefur unnið slaginn á vindum breytinganna. Hann breytti pólitísku landslagi innan Demókrataflokksins dramatískt, markaði sér stöðu og sess með ævintýralegum hætti. Ekki fór á milli mála að stórstjarna var komin til sögunnar eftir sigurinn í Iowa; flestir vissu að hvort sem hann sigraði eða tapaði úr því væri hann orðinn einn öflugasti stjórnmálamaður nútímans, pólitískur predikari sem talaði af innlifun, á meðan Hillary var í baráttu sem hún varð að vinna. Hann hreif fólk með sér, dró fjöldann að sér, fyrst og fremst sópaði að sér ungu fólki sem sá í honum vonarneista til uppstokkunar eftir tvo áratugi Bush og Clinton í Hvíta húsinu.
Fannst það allt frá baráttunni í New Hampshire í ársbyrjun að Hillary væri að tapa á því að hafa Bill með sér á ferðalaginu. Hann er voldugur pólitíker, en líka táknmynd liðins tíma í bandarískum stjórnmálum. Gerði mér fyrst grein fyrir hnigandi stöðu þeirra á framboðsfundi í ársbyrjun. Þar vantaði eldmóð og kraft, sumir gengu meira að segja út úr salnum meðan að þau töluðu. Varla var hægt að trúa því að þetta væru sömu Clinton-hjónin sem stálu sviðsljósinu fyrir sextán árum og gerðu flokkinn að sínum með líflegri kosningabaráttu, fullri af eldmóð og baráttuanda, best lýst í The War Room.
Eftir sigurinn í New Hampshire náði hún að endurnýja sig en mistökin í Suður-Karólínu fóru illa með framboðið og ég tel að það hafi verið sá tímapunktur sem breytti stöðunni endanlega. Allt annað kom í kjölfarið. Hillary hefur á síðustu vikum náð að sýna kraft og unnið forkosningar þrátt fyrir að margir hafi talið hana af. Hún hefur sýnt að hún er baráttujaxl sem getur farið langt á krafti og einbeitni einu saman. En mistökin voru mikil og það á þeim kafla baráttunnar sem mestu skiptir. Forsetadraumur Hillary dó eiginlega á þeim kafla.
Stóru þáttaskilin fyrir Hillary voru að hún náði ekki til unga fólksins og konur studdu hana ekki eindregið, þó vissulega hafi hún notið meiri stuðnings þar en Obama. Ungt fólk studdi Clinton-hjónin í forsetakosningunum 1992 og 1996 vegna þess að þau boðuðu eitthvað nýtt. Á þessu ári urðu þau táknmyndir fortíðarinnar gegn manni nýrra tíma. Þetta er auðvitað kaldhæðnislegt. Vel má vera að draumur hennar um konu í Hvíta húsinu rætist síðar. En þetta var ekki árið og henni tókst ekki að komast úr skugga þess að vera fulltrúi liðinna tíma.
Þó að ég hafi ekki alltaf verið sammála Hillary hef ég dáðst að neistanum hennar og eldmóði. Þegar að hún kom hingað til Íslands fyrir um áratug á kvennaráðstefnuna fangaði hún athyglina og allt snerist um hana. Man eftir löngu ræðunni hennar sem hún flutti blaðlaust í Borgarleikhúsinu. Hún einhvernveginn þurfti ekkert fyrir því að hafa, neistaði af krafti. Það var eiginlega ógleymanleg ræða. Hreifst af henni þá, þó ekki væri ég sammála hverju orði. Það hvernig hún talaði og hversu mikill kraftur var í henni situr eftir innst í huganum. Þetta var mikið móment.
Síðustu mánuði hef ég séð sömu konu flytja ræður, sumar langar og kraftlausar. Hillary er enn öflug en vindarnir blása í aðrar áttir. Þetta átti að vera árið hennar, árið þegar að fyrsta konan yrði kjörin valdamesti maður heims; stóru þáttaskilin sem markaði upphaf seinni bindis sögunnar um Clinton-veldið. Í staðinn hnígur sólin til viðar. Kvöldrökkrið blasir við hjónunum öflugu frá vonarbænum í Arkansas. Hún hefur virkað einbeitt en samt eins og kona á röngum stað á röngum tíma - hann virkað þreyttur. Og draumurinn þeirra er búinn, að sinni.
Er gullaldartími Clinton-hjónanna virkilega liðinn? Stór spurning. Stjörnuljómi flokksins hefur færst annað og á þriðjudag mun Barack Obama, blökkumaðurinn sem flestir töldu djarfan að leggja í súperstjörnu flokksins, forsetafrúna öflugu við hlið forsetans umdeilda, hrósa sigri. Hann stendur eftir með pálmann í höndunum. Lagði undir og uppskar ríkulega. En staða hjónanna litríku er eitt stórt spurningamerki. Í lok forkosningaslagsins er spurningin hversu illa tapið fari með stöðu þeirra.
Þeim hefur verið hafnað og þurfa að finna sig að nýju á hinu pólitíska sviði. Kannski er lykillinn fyrir Hillary nú að sækjast eftir því að verða fyrsti kvenvaraforsetinn, marka vissulega söguleg þáttaskil. En þá þarf sá sem sigraði hana að taka hana með sér og þau að mynda bandalag sem sameinar flokkinn.
Eftir harkalegan slag þar sem sögulegir kandidatar demókrata dældu peningum til að skaða hvort annað er stóra spurningin hvort að þau geti og vilji vinna saman. Væntanlega er það eina leiðin til þess að flokkurinn fari sameinaður af velli.
Fyrir nokkrum mánuðum taldi ég að Hillary myndi ryðja allri samkeppni um útnefninguna úr vegi sínum strax í upphafi. Fór oft yfir það hér, benti þó líka á að færi hún að hökta og tapa í upphafi yrði róðurinn þungur. Hún virkaði ósigrandi og varð að halda þeirri ímynd. Hún var særð eftir Iowa og það var einhvernveginn eins og tímapunkturinn er Obama náði yfirhöndinni hafi verið í kappræðunum í Philadelphiu skömmu fyrir forkosningarnar í Iowa. Henni tókst að sigra, þvert á allar líkur, í New Hampshire og náði öðrum mikilvægum sigrum.
Þáttaskil baráttunnar voru þó eftir ofur-þriðjudaginn þar sem bæði Obama og Hillary gátu fagnað sigri, er Obama vann tólf forkosningar í röð og tók litlu fylkin sem byggðu upp sterka stöðu hans. Stóru mistök Hillary hafa verið mörg á mikilvægum köflum baráttunnar, en þau hin mestu voru að láta Bill Clinton leika lausum hala, vanmeta kjörfundina þar sem forkosningaaðferðin var ekki notuð, auðvitað í Iowa í upphafi en einnig aðra í kjölfarið, spá ekki nógu vel í litlu fylkjunum en reyna að vinna á þeim stóru. Obama var frá upphafi einkum að spá í að safna þingfulltrúum og það var rétta strategían að sjálfsögðu.
Tapið sem blasir við Hillary er ekki bara áfall hennar heldur um leið eiginmanns hennar, sem er einn sterkasti forseti Bandaríkjanna á síðustu áratugum og hafði níu líf kattarins en gerði hinsvegar mörg og mikil mistök í baráttu eiginkonu sinnar, einkum undir álagi er hann lét skapið hlaupa með sig í gönur. Auðvitað er tap Hillary stórtíðindi miðað við það bakland sem hún fór af stað með í baráttuna; digra sjóði og góða bakhjarla. Tap hennar í þessum slag breytir líka valdalínunum innan flokksins, nú er þetta orðinn flokkur Obama og hann ræður ferðinni en ekki Clinton-hjónin sem hinar miklu fjölmiðlastjörnur, eins og sást vel á flokksþinginu í Boston 2004.
Obama hefur unnið slaginn á vindum breytinganna. Hann breytti pólitísku landslagi innan Demókrataflokksins dramatískt, markaði sér stöðu og sess með ævintýralegum hætti. Ekki fór á milli mála að stórstjarna var komin til sögunnar eftir sigurinn í Iowa; flestir vissu að hvort sem hann sigraði eða tapaði úr því væri hann orðinn einn öflugasti stjórnmálamaður nútímans, pólitískur predikari sem talaði af innlifun, á meðan Hillary var í baráttu sem hún varð að vinna. Hann hreif fólk með sér, dró fjöldann að sér, fyrst og fremst sópaði að sér ungu fólki sem sá í honum vonarneista til uppstokkunar eftir tvo áratugi Bush og Clinton í Hvíta húsinu.
Fannst það allt frá baráttunni í New Hampshire í ársbyrjun að Hillary væri að tapa á því að hafa Bill með sér á ferðalaginu. Hann er voldugur pólitíker, en líka táknmynd liðins tíma í bandarískum stjórnmálum. Gerði mér fyrst grein fyrir hnigandi stöðu þeirra á framboðsfundi í ársbyrjun. Þar vantaði eldmóð og kraft, sumir gengu meira að segja út úr salnum meðan að þau töluðu. Varla var hægt að trúa því að þetta væru sömu Clinton-hjónin sem stálu sviðsljósinu fyrir sextán árum og gerðu flokkinn að sínum með líflegri kosningabaráttu, fullri af eldmóð og baráttuanda, best lýst í The War Room.
Eftir sigurinn í New Hampshire náði hún að endurnýja sig en mistökin í Suður-Karólínu fóru illa með framboðið og ég tel að það hafi verið sá tímapunktur sem breytti stöðunni endanlega. Allt annað kom í kjölfarið. Hillary hefur á síðustu vikum náð að sýna kraft og unnið forkosningar þrátt fyrir að margir hafi talið hana af. Hún hefur sýnt að hún er baráttujaxl sem getur farið langt á krafti og einbeitni einu saman. En mistökin voru mikil og það á þeim kafla baráttunnar sem mestu skiptir. Forsetadraumur Hillary dó eiginlega á þeim kafla.
Stóru þáttaskilin fyrir Hillary voru að hún náði ekki til unga fólksins og konur studdu hana ekki eindregið, þó vissulega hafi hún notið meiri stuðnings þar en Obama. Ungt fólk studdi Clinton-hjónin í forsetakosningunum 1992 og 1996 vegna þess að þau boðuðu eitthvað nýtt. Á þessu ári urðu þau táknmyndir fortíðarinnar gegn manni nýrra tíma. Þetta er auðvitað kaldhæðnislegt. Vel má vera að draumur hennar um konu í Hvíta húsinu rætist síðar. En þetta var ekki árið og henni tókst ekki að komast úr skugga þess að vera fulltrúi liðinna tíma.
Þó að ég hafi ekki alltaf verið sammála Hillary hef ég dáðst að neistanum hennar og eldmóði. Þegar að hún kom hingað til Íslands fyrir um áratug á kvennaráðstefnuna fangaði hún athyglina og allt snerist um hana. Man eftir löngu ræðunni hennar sem hún flutti blaðlaust í Borgarleikhúsinu. Hún einhvernveginn þurfti ekkert fyrir því að hafa, neistaði af krafti. Það var eiginlega ógleymanleg ræða. Hreifst af henni þá, þó ekki væri ég sammála hverju orði. Það hvernig hún talaði og hversu mikill kraftur var í henni situr eftir innst í huganum. Þetta var mikið móment.
Síðustu mánuði hef ég séð sömu konu flytja ræður, sumar langar og kraftlausar. Hillary er enn öflug en vindarnir blása í aðrar áttir. Þetta átti að vera árið hennar, árið þegar að fyrsta konan yrði kjörin valdamesti maður heims; stóru þáttaskilin sem markaði upphaf seinni bindis sögunnar um Clinton-veldið. Í staðinn hnígur sólin til viðar. Kvöldrökkrið blasir við hjónunum öflugu frá vonarbænum í Arkansas. Hún hefur virkað einbeitt en samt eins og kona á röngum stað á röngum tíma - hann virkað þreyttur. Og draumurinn þeirra er búinn, að sinni.
Er gullaldartími Clinton-hjónanna virkilega liðinn? Stór spurning. Stjörnuljómi flokksins hefur færst annað og á þriðjudag mun Barack Obama, blökkumaðurinn sem flestir töldu djarfan að leggja í súperstjörnu flokksins, forsetafrúna öflugu við hlið forsetans umdeilda, hrósa sigri. Hann stendur eftir með pálmann í höndunum. Lagði undir og uppskar ríkulega. En staða hjónanna litríku er eitt stórt spurningamerki. Í lok forkosningaslagsins er spurningin hversu illa tapið fari með stöðu þeirra.
Þeim hefur verið hafnað og þurfa að finna sig að nýju á hinu pólitíska sviði. Kannski er lykillinn fyrir Hillary nú að sækjast eftir því að verða fyrsti kvenvaraforsetinn, marka vissulega söguleg þáttaskil. En þá þarf sá sem sigraði hana að taka hana með sér og þau að mynda bandalag sem sameinar flokkinn.
Eftir harkalegan slag þar sem sögulegir kandidatar demókrata dældu peningum til að skaða hvort annað er stóra spurningin hvort að þau geti og vilji vinna saman. Væntanlega er það eina leiðin til þess að flokkurinn fari sameinaður af velli.
Ákvörðun um atkvæðavægi áfall fyrir Clinton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Facebook
Athugasemdir
Hún hefur hljómað svo leiðinlega í svo langan tíma. Líkt og hún ein geti breytt öllu og gert frá byrjun lítið úr hinum frambjóðendum flokksins. Hillary taldi að hún ætti rétt á því að fá útnefninguna enginn annar. Bandaríkjamenn vilja breytingar ekki Hilary.
E.Ólafsson, 1.6.2008 kl. 15:09
Auðvitað velja Bandaríkjamenn ekki miðaldra kerlingu og fyrrum forsetafrú fyrir forseta. Skárra væri það nú. Obama er ferskur tígur, pólitískt fótfrár og fullur sjálfstrausts. Það verður spennandi að fylgjast með baráttu hans og MacCains.
Gústaf Níelsson, 1.6.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.