Guðrún Ögmundsdóttir hættir í stjórnmálum

Guðrún Ögmundsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir, alþingismaður, hefur ákveðið að hætta þátttöku í stjórnmálum eftir prófkjör Samfylkingarinnar um helgina. Þar féll hún niður í ellefta sætið, sem er auðvitað ekki öruggt sæti í alþingiskosningum. Ætlar hún sér ekki að taka sæti á framboðslistum flokksins í Reykjavík að vori og klárar sitt kjörtímabil. Guðrún hefur verið á þingi frá árinu 1999 en var áður borgarfulltrúi 1992-1998; fyrir Kvennalistann 1992-1994 og síðar fulltrúi Kvennalistans innan R-listans eitt kjörtímabil 1994-1998.

Guðrún hefur á Alþingi verið talsmaður margra málaflokka og vakið athygli á sér fyrir að þora að fara gegn straumnum í fjölda málaflokka. Það er að mínu mati talsverð tíðindi að henni hafi ekki verið veitt brautargengi lengur í stjórnmálastörfum fyrir Samfylkinguna. Hafði mig lengi grunað að hún gæti orðið sá þingmaður flokksins sem færi verst úr prófkjörinu, en taldi þó að hún hlyti að sleppa frá falli, enda verið lengi með sterkan stuðningsmannahóp, hóp ólíks fólks. Eitthvað hefur staðan breyst í þeim efnum og því er komið að leiðarlokum hjá þessari kjarnakonu í stjórnmálum eftir litríkan feril.

Mér fannst áhugavert að heyra hádegisviðtalið við hana á Stöð 2 í dag. Þar var hún t.d. að undrast að aðeins ein kona muni leiða lista af hálfu flokksins í vor. Einhverjir eru eflaust leiðir með pólitísku leiðarlokin hennar. Mér finnst Samfylkingin verða litlausari á þingi þegar að Guðrún Ögmundsdóttir stígur af hinu pólitíska sviði eftir að flokksmenn ákváðu að skipta henni út úr þingflokknum með þessum hætti í kosningu um hverjir skipi forystusveit Samfylkingarinnar að vori.

mbl.is Guðrún hættir afskiptum af stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband