4.6.2008 | 15:24
Hillary sækist eftir að verða varaforsetaefni Obama
Á stund ósigurs í forkosningaslag demókrata hljómaði Hillary Rodham Clinton sigurreif sem aldrei fyrr og hvergi nærri tilbúin að leggja árar í bát. Hillary er sönn kjarnakona, einbeitt og kraftmikil þó á móti blási. Tónninn í ræðunni var þó með þeim blæ að hún hefur áhuga á að verða varaforsetaefni Barack Obama í forsetakosningunum. Vel mátti lesa það á milli línanna og þegar eru lykilstuðningsmenn hennar farnir að þrýsta á það.
Sigur hennar í Suður-Dakóta í gærkvöldi vakti mikla athygli í miðjum klíðum endaloka forkosningaslagsins. Þrátt fyrir stöðuna, þar sem allir vissu að slagurinn væri búinn og Obama væri á mörkum útnefningarinnar, náði hún að sigra og sýna enn hversu sterkur frambjóðandi hún er. Hillary minnti vel á það í gærkvöldi að hún hefði hlotið 18 milljón atkvæða í forkosningaslagnum, fengið flest atkvæði í sögu forkosninga í Bandaríkjunum, og minnti um leið þá á sem ekki studdu hana að hún hefði enn styrk og stöðu til að halda áfram, þó ekki sem fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna á þessum áratug.
Allt frá fyrsta degi hefur verið velt því fyrir sér hvort það sé rétt fyrir Obama og Clinton eða Demókrataflokkinn að þau fylki saman liði í forsetakosningum, sama hvort þeirra hlyti útnefninguna. Enginn vafi leikur á því að það er sterkasti kostur demókrata, en svo er aftur á móti spurt um hvort að það sé rétti eftirmálinn á harðvítugan slag að láta þau berjast saman. Mjög skiptar skoðanir eru eðlilega á því. Flestir eru þó jákvæðir og frá upphafi hefur þetta verið kallað draumateymið. Ánægja flokksmanna í Kaliforníu með þann valkost sást í kappræðum þeirra í Kodak-höllinni í Los Angeles á sínum tíma.
Þó að Hillary Rodham Clinton hafi ekki tekist að ná útnefningu sem forsetaefni demókrata markaði hún söguleg skref með framboði sínu, eins og Barack Obama benti réttilega á í sigurræðu sinni í Minnesota. Hún var hársbreidd frá því að ná útnefningunni og fór lengra en nokkurri konu hefur tekist áður, miklu lengra en það réttara sagt. Aðeins hefur jú ein kona verið í forystu stóru flokkanna í forsetaframboði í Bandaríkjunum, en Geraldine Ferraro var varaforsetaefni Walter Mondale árið 1984 þegar að þau kepptu við Reagan og Bush og töpuðu stórt reyndar.
Hillary getur verið stolt af sínu þrátt fyrir tapið. En Clinton-hjónin eru ekki vön að tapa. Hillary hefur aldrei tapað kosningu frá því að hún gekk í Demókrataflokkinn fyrir fjórum áratugum en Clinton forseti tapaði ríkisstjórakosningu í Arkansas í upphafi níunda áratugarins en náði endurkjöri svo í næstu kosningum á eftir og sat svo í embætti allt þar til hann varð forseti Bandaríkjanna fyrir hálfum öðrum áratug. Tap er því ekki ofarlega á blaði í pólitískri baráttusögu þeirra og þau þurfa sinn tíma eðlilega til að takast á við það sem felst í því að kynnast tilfinningunni nú.
En Hillary horfði fram fyrir endalok forsetaframboðs síns í ræðunni í New York í gærkvöldi. Ræðan var endalok á forsetaframboð sem var talið öruggt um að ná leiðarenda í Hvíta húsinu. Í ræðunni horfði Hillary greinilega til næstu verka. Hún útilokaði ekki að sækjast eftir varaforsetaútnefningu við hlið Barack Obama. Sá spuni er kominn á fullt og eðlilegt er að Hillary hafi metnað til að fá meira í sinn hlut en tapið. Obama þarf á henni að halda, hún er meira virði nú en fyrir tveim mánuðum - hún átti magnaðan endasprett þó ekki yrði tapið umflúið.
Aldrei hefur kona orðið varaforseti Bandaríkjanna. Konur hafa aldrei komist nær valdasess í Hvíta húsinu en sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Fjöldi kvenna telur eðlilega kominn tíma til að þær hafi áhrif á gang mála. Með ræðu sinni í gærkvöldi gaf Hillary færi á sér í hlut varaforsetans, allt í þágu flokks og þjóðar. Þarna horfði hún framfyrir öll átökin við Obama, sem um tíma líktust pólitískum leðjuslag en heiðarlegum pólitíkum átökum.
Árið 1960 valdi John F. Kennedy mörgum að óvörum Lyndon B. Johnson sem varaforsetaefni sitt. Þeir höfðu barist hatrammlega um útnefninguna mánuðum saman og Kennedy rétt marði fram sigur á flokksþinginu í Los Angeles. Saman voru þeir sterkt teymi, einskonar draumateymi. Johnson tryggði Kennedy fylki sem hann hefði ella átt minni möguleika á að sigra. Fróðlegt verður að sjá hvort Obama fetar sömu slóð og Kennedy forðum daga.
Sigur hennar í Suður-Dakóta í gærkvöldi vakti mikla athygli í miðjum klíðum endaloka forkosningaslagsins. Þrátt fyrir stöðuna, þar sem allir vissu að slagurinn væri búinn og Obama væri á mörkum útnefningarinnar, náði hún að sigra og sýna enn hversu sterkur frambjóðandi hún er. Hillary minnti vel á það í gærkvöldi að hún hefði hlotið 18 milljón atkvæða í forkosningaslagnum, fengið flest atkvæði í sögu forkosninga í Bandaríkjunum, og minnti um leið þá á sem ekki studdu hana að hún hefði enn styrk og stöðu til að halda áfram, þó ekki sem fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna á þessum áratug.
Allt frá fyrsta degi hefur verið velt því fyrir sér hvort það sé rétt fyrir Obama og Clinton eða Demókrataflokkinn að þau fylki saman liði í forsetakosningum, sama hvort þeirra hlyti útnefninguna. Enginn vafi leikur á því að það er sterkasti kostur demókrata, en svo er aftur á móti spurt um hvort að það sé rétti eftirmálinn á harðvítugan slag að láta þau berjast saman. Mjög skiptar skoðanir eru eðlilega á því. Flestir eru þó jákvæðir og frá upphafi hefur þetta verið kallað draumateymið. Ánægja flokksmanna í Kaliforníu með þann valkost sást í kappræðum þeirra í Kodak-höllinni í Los Angeles á sínum tíma.
Þó að Hillary Rodham Clinton hafi ekki tekist að ná útnefningu sem forsetaefni demókrata markaði hún söguleg skref með framboði sínu, eins og Barack Obama benti réttilega á í sigurræðu sinni í Minnesota. Hún var hársbreidd frá því að ná útnefningunni og fór lengra en nokkurri konu hefur tekist áður, miklu lengra en það réttara sagt. Aðeins hefur jú ein kona verið í forystu stóru flokkanna í forsetaframboði í Bandaríkjunum, en Geraldine Ferraro var varaforsetaefni Walter Mondale árið 1984 þegar að þau kepptu við Reagan og Bush og töpuðu stórt reyndar.
Hillary getur verið stolt af sínu þrátt fyrir tapið. En Clinton-hjónin eru ekki vön að tapa. Hillary hefur aldrei tapað kosningu frá því að hún gekk í Demókrataflokkinn fyrir fjórum áratugum en Clinton forseti tapaði ríkisstjórakosningu í Arkansas í upphafi níunda áratugarins en náði endurkjöri svo í næstu kosningum á eftir og sat svo í embætti allt þar til hann varð forseti Bandaríkjanna fyrir hálfum öðrum áratug. Tap er því ekki ofarlega á blaði í pólitískri baráttusögu þeirra og þau þurfa sinn tíma eðlilega til að takast á við það sem felst í því að kynnast tilfinningunni nú.
En Hillary horfði fram fyrir endalok forsetaframboðs síns í ræðunni í New York í gærkvöldi. Ræðan var endalok á forsetaframboð sem var talið öruggt um að ná leiðarenda í Hvíta húsinu. Í ræðunni horfði Hillary greinilega til næstu verka. Hún útilokaði ekki að sækjast eftir varaforsetaútnefningu við hlið Barack Obama. Sá spuni er kominn á fullt og eðlilegt er að Hillary hafi metnað til að fá meira í sinn hlut en tapið. Obama þarf á henni að halda, hún er meira virði nú en fyrir tveim mánuðum - hún átti magnaðan endasprett þó ekki yrði tapið umflúið.
Aldrei hefur kona orðið varaforseti Bandaríkjanna. Konur hafa aldrei komist nær valdasess í Hvíta húsinu en sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Fjöldi kvenna telur eðlilega kominn tíma til að þær hafi áhrif á gang mála. Með ræðu sinni í gærkvöldi gaf Hillary færi á sér í hlut varaforsetans, allt í þágu flokks og þjóðar. Þarna horfði hún framfyrir öll átökin við Obama, sem um tíma líktust pólitískum leðjuslag en heiðarlegum pólitíkum átökum.
Árið 1960 valdi John F. Kennedy mörgum að óvörum Lyndon B. Johnson sem varaforsetaefni sitt. Þeir höfðu barist hatrammlega um útnefninguna mánuðum saman og Kennedy rétt marði fram sigur á flokksþinginu í Los Angeles. Saman voru þeir sterkt teymi, einskonar draumateymi. Johnson tryggði Kennedy fylki sem hann hefði ella átt minni möguleika á að sigra. Fróðlegt verður að sjá hvort Obama fetar sömu slóð og Kennedy forðum daga.
Óskaði Obama til hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég veðja frekar á að hún verði ráðherraefni.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 17:26
Eftir þennan glæsilega lokasprett í forkosningunum mun Hillary ekki taka ráðherraembætti í stjórn Obama. Annaðhvort verður hún varaforsetaefnið og fær þá virðingu og styrk sem því fylgir eða heldur ella áfram í öldungadeildinni og reynir að verða flokksleiðtogi þar. Svo er reyndar ekki útilokað að hún gefi kost á sér sem ríkisstjóri í New York. Sumir sérfræðingar velta því líka fyrir sér að Obama útnefni hana í Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún hefur sterka stöðu þó hún hafi tapað og mun ekki fara að verða óbreyttur ráðherra, nema þá að það yrði kannski utanríkis- eða varnarmálaráðuneytið. Annað kemur varla til greina.
Stefán Friðrik Stefánsson, 4.6.2008 kl. 21:28
Þarna á sama máli og Stefán,hún á að verða varforseti,það er eina sem getur gert þau að sigurvegurum!!!!/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 4.6.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.