Kyngir niður snjó á Akureyri

Akureyri Það er vetrarríki hér á Akureyri núna og hefur kyngt niður snjó hér í bænum í gær og í dag. Var einmitt að koma heim. Það er orðið þungfært um bæinn og nokkuð kóf. Það er því ekki hægt að segja annað en að veður séu válynd og ekki mikið ferðaveður. Ég er ekki einn þeirra sem er hrifinn af svona vetrarríki og er ekkert sérstaklega áfjáður í mikinn snjó. En þetta er ekta íslenskur vetur eins og hann verstur getur orðið, eins og maðurinn sagði. Ekkert við því að gera svosem.

Maður hugsar hinsvegar óneitanlega til jólanna í svona veðri. Ég er einmitt þessa dagana að vinna við að klára jólakortin. Ég bý þau til sjálfur þetta árið, eins og í fyrra. Ég ætla að skrifa á þau öll fyrir vikulok, svo að það sé frá. Svo tekur eitt og annað við sem eftir er af verkum fyrir jólin, en ég er langt kominn með þennan undirbúning. Ég er einn þeirra sem klárar grunnverkin í nóvember og nýt þess að eiga desember rólegan, við bókalestur og rólegheit. Þannig á desember að vera.

En hér snjóar og snjóar. Okkur mun ekki vanta áminningar um veturinn hér næstu dagana, svo mikið er nú alveg víst.

mbl.is Norðanbálviðri og ófærð norðanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband