Á að íslenska heiti kvikmynda?

Kvikmyndir

Það er fátt sem jafnast á við það að skella sér í bíó og sjá vandaðar og vel gerðar kvikmyndir. Ég fer mjög oft í bíó og hef gaman af að stúdera kvikmyndir sem listform og allar hliðar þeirra. Seinustu vikurnar hefur verið nóg af góðum myndum í bíó og því hef ég oft skellt mér og kíkt á þær nýjustu.

Það er mikið talað um hvort íslenska eigi heiti kvikmynda. Er menntamálaráðherra nú að tala fyrir því að íslenska eigi heitin. Stefnt er að því sérstaklega á morgun vegna dags hinnar íslensku tungu. Ég hef mjög lítið spáð í þessu svosem. Ég fer í bíó alveg sama hvort er. Það skiptir litlu máli í raun að mínu mati. The Departed er alveg jafngóð hvort sem hún er presenteruð sem slík eða Hinir framliðnu, sem væri væntanlega íslenskaða heitið annars.

Ég skil að málverndarsinnar geri mál úr þessu. En hvernig sem fer munum við alltaf kalla The Departed, meistaraverk Martin Scorsese, (sem er ein vinsælasta myndin í bíó þessar vikurnar) því nafni sama hvort hún er auglýst þannig eður ei. Þetta er kynningarheiti myndarinnar á veraldarvísu. Þannig að ég skil ekki þessa umræðu alveg. En ef þetta róar einhverja málverndarsinna er mér svosem alveg sama. Ég kalla myndir ávallt sínu heiti, alltsvo hið erlenda, enda er það heiti myndarinnar á heimsvísu.


mbl.is Titlar erlendra kvikmynda þýddir í tilefni af degi íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

íslenskun er málið!!!

Sveinn Arnarsson, 15.11.2006 kl. 17:53

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég á reyndar rosalega mikinn slatta af kvikmyndum hér heima. Þegar að ég var með spólurnar í denn merkti ég reyndar alltaf á þær íslenska heitið. Á enn slatta af spólum og hafði oft skemmtilega skondin heiti. Bara gaman af þessu. Ekkert að því að auglýsa bara bæði, íslenskað og erlent heiti. Það er svosem ekkert svæsið mál að íslenska ef það róar einhverja. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.11.2006 kl. 17:57

3 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

Það er alltaf áhugavert að tala um þróun okkar ylhýra. Má líka nefna að hér í Svíþjóð eru nánast undantekingalaust allir bíómyndatitlar þýddir á sænsku og ég tel að við ættum að gera það sama til að stuðla að þróun málsins í stað stöðnunar.

Steingrímur Páll Þórðarson, 15.11.2006 kl. 18:15

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, það er líka oft bara gaman að heyra íslenskuð heiti mynda. Í denn var Spaceballs (eðalstúdía meistara Mel Brooks á Star Wars speisinu) íslenskuð sem Jógúrt og félagar og sumir kölluðu hana Geimkraftur. Alveg skemmtilega speisað. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.11.2006 kl. 18:22

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Annars, félagi Steingrímur, fyrst að við erum komnir í þennan gír. Við erum báðir Bond fíklar. Það var fyndnast af öllu þegar að spekúlantarnir hérna heima þýddu The Living Daylights (fyrstu Bond-mynd Daltons) árið 1987 sem Logandi hræddir. Tomorrow Never Dies varð svo Heimsyfirráð eða dauði. Veit ekki hvort var speisaðra það eða nafnið á skutlunni í The World is Not Enough, dr. Christmas Jones. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.11.2006 kl. 18:25

6 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Nafnið á skutlunni var aðeins til þess að koma einum "one-liner" að. 

"I thought Christmas came only once a year!" 

Sveinn Arnarsson, 15.11.2006 kl. 18:34

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nákvæmlega - in a compromising position. )

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.11.2006 kl. 18:36

8 identicon

Ef það er óþarfi að íslenska titla erlendra kvikmynda, sem sýndar eru með íslenskum texta, er jafnmikill óþarfi að þýða titla erlendra, þýddra bóka. Spurning um að prófa það og sjá hvernig fólki finnst. Enskan er að smjúga inn í allt hér, án þess að ég sé einhver íslenskurembumaður, og mér finnst allt í lagi að þeir sem útvega unglingum afþreyingu, t.d. kvikmyndahús og -innflytjendur, leggi sitt af mörkum til að draga úr áhrifum enskunnar. 

jj (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 19:38

9 identicon

Mér finnst allaveganna lágmark að "sýningartæknin" sé kynnt á íslensku. Sbr: "Þessi mynd er sýnd með nýjustu DIGITAL myndtækni".
Svo virðist sem ónefndir markaðsmenn hjá ónefndri fjölmiðlasamsteypu geri í því að troða inn enskum heitum á allt mögulegt í óskiljanlegum tilgangi sbr. Sirkus TV.

En að skemmtilegum þýðingum, mér er einhverra hluta vegna í fersku minni þyðingin á myndinni "nothing to lose" með Martin Lawrance og Tim Robbins en heiti myndarinnar var þýtt sem "tveir á nippinu", fannst þetta fremur bjánaleg þýðing allt þar til ég sá myndina! 

Bjarni (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 21:03

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Bjarni

Er mjög sammála þér. Algjörlega á sömu skoðun hvað þetta varðar.

PS: Nothing to Lose var eðalræma alveg :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.11.2006 kl. 22:38

11 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Ég hef það nú fyrir sið þegar ég fer í bíó að nota íslenska nafnið á myndinni þegar ég kaupi miðann... Miðasölufólkið ruglast yfirleitt frekar mikið í rýminu!

Sérstaklega er mér annars minnisstæð þýðingin á Random Hearts (ekki eðalræma)... hún ku hafa verið kölluð Örlagavefur. :)

Agnar Freyr Helgason, 16.11.2006 kl. 12:13

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er flott regla. :)

Flott þýðing hehe. Gleymi aldrei annars þegar að Cool Runnings varð Svalar ferðir og Naked Gun var þýdd Beint á ská (ógleymanlegar eðalmyndir allar þrjár :) En það er oft virkilega gaman af þessum íslensku titlum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 16.11.2006 kl. 14:33

13 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

Tala nú ekki um þegar þeir þýða seríuna "Just shoot me" ,,Hér er ég".

Steingrímur Páll Þórðarson, 17.11.2006 kl. 10:15

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já nákvæmlega. Alveg mögnuð þýðing. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.11.2006 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband