Mun hálendisbjörninn bjarga fréttagúrkunni?

Birna á Skaga Nú þegar Einbjörn og Birna á Skaga hafa geispað golunni og horfið úr sviðsljósi fjölmiðla virðist algjör fréttagúrka blasa við næstu vikurnar. Eða hvað? Ekki er nú alveg öruggt að sumri ísbjarnanna sé lokið. Verð að viðurkenna að ég tók vænt hláturskast þegar ég heyrði fréttirnar af birninum sem sést hefði við Hveravelli.

Fannst þetta hljóma eins og æðsti draumur fréttamannanna frekar en veruleiki. Fyrsta spurningin sem ég beindi til vina minna, sem sagði mér frá þessu á meðan við horfðum á spennandi leik Þýskalands og Portúgals á EM, var hvort þetta væri ekki örugglega bara skógarbjörn. Það var hlegið dátt, enda er þetta aðallega fyndið bara.

Kannski er hálendisbjörn næsta fréttaefnið á þessu gúrkusumri fjölmiðlanna, þar sem pólitíkin virðist hjúpuð álpappír fram á haustið eins og bökunarkartöflurnar og fátt annað merkilegt er að gerast eftir að Hillary Rodham Clinton steig af sviðinu og tryggði spennandi slag ellilífeyrisþega og blökkumanns um Hvíta húsið, eða fulltrúa tveggja minnihlutahópa samfélagsins eins og einn snillingurinn sagði.

Mikið væri nú skemmtilegra ef þetta væri skógarbjörn frekar en ísbjörn. Fyrir fjölmiðlana alltsvo.

mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband