Brynja Ben

Brynja Ben Brynja Ben er látin, langt um aldur fram. Með henni er fallin í valinn einn besti leikstjóri íslenskrar leiklistarsögu, traust og öflug fagmanneskja sem vann sínum bransa vel í áratugi. Hún var ein þeirra sem stýrðu Leikfélagi Akureyrar fyrstu skrefin sem atvinnuleikhúsi og við minnumst hennar hér fyrir góð verk í þágu LA. Saga Leikfélags Akureyrar er mjög merkileg og hlutur Brynju í þeirri sögu mikill, en hún setti þar fyrst upp sýningu á sjöunda áratugnum að mig minnir.

Sá margar sýningar sem Brynja leikstýrði. Þeirra eftirminnilegastar eru Uppreisn á Ísafirði eftir Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra, Endurbyggingin, verk Vaclav Havel, fyrrum forseta Tékklands og Tékkóslóvakíu, og svo auðvitað Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Þessar sýningar voru allar á síðari hluta níunda áratugarins. Algjörar toppsýningar.

Krafturinn í henni og Erlingi sást mjög vel þegar að þau opnuðu leikhús heima hjá sér á Laufásvegi. Þar sá ég Ormstungu með Benedikt, syni þeirra, og Halldóru Geirharðs. Frábær sýning og leikhúsið þeirra heima var vel heppnað.

Votta Erlingi og fjölskyldu Brynju mína innilegustu samúð.

mbl.is Andlát: Brynja Benediktsdóttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Blessuð sé minning Brynju Benediktsdóttur, og votta ég ættingjum innilega samúð mína.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.6.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband