Útlit fyrir hörkufrost á morgun

Frost Það hefur verið heldur betur napurt hér fyrir norðan í dag. Hörkugaddur, á mannamáli sagt. Ekki er útlit fyrir annað í veðurkortunum. Það er jafnvel spáð tuttugu gráðum á morgun í innsveitum hér fyrir norðan. Það horfir jafnvel svo illa að frostið haldist alveg fram að mánaðarmótum. Við erum því að upplifa hörkuvetur, ekta íslenskt vetrarveður.

Mér finnst snjórinn og vetrartíðin núna minna mig einna helst á byrjun vetrar árið 1995. Þá snjóaði og snjóaði snemma að vetrinum og þetta var einn snjóþyngsti vetur í seinni tíð hér fyrir norðan. Það hefur allavega ekki gerst síðan að þetta byrji af jafnmiklum þunga og jafnsnemma og raun ber vitni nú. Þá horfðum við á stanslausa kuldatíð vikum saman og mikinn þunga í snjó. Ætla að vona að svo slæmt verði þetta ekki núna.

Það er ekki laust við að jólatilfinningin vaxi þó í manni við allan þennan snjó og kulda. Það eru nú aðeins fimm vikur til jóla og það styttist óðum í jólamánuðinn, aðventan hefst af krafti eftir hálfan mánuð. Þó að úti snjói og kuldagarrinn minni á sig nú boðar hann þó besta tíma ársins, sjálf jólin. Það verður nú gaman þegar að jólaljósin fara að kvikna á næstu tíu til tólf dögum og jólaljósin lýsa upp skammdegið, sem nú er búið að taka allt yfir.

mbl.is Kuldabolinn ekki á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband