Magga Blöndal stýrir hátíðarhöldum um versló

Margrét Blöndal Ég er mjög ánægður með valið á Margréti Blöndal, fjölmiðlakonu, sem yfirmanns hátíðarhaldanna um verslunarmannahelgina hér á Akureyri - tel það gott skref að fá hana til að vinna í þessum málum. Mjög mikilvægt er að hugsa hlutina upp á nýtt og reyna að ljúka hinum langvinnu og leiðinlegu deiluefnum er tengjast hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina hér.

Með því að fá nýtt fólk að borðinu, með góð tengsl og nýjar hugmyndir, má reyna að læra af mistökum síðustu ára hvað varðar hátíðarhöld um versló og gera enn betur. Margt gott hefur verið gert í vinnu síðustu ára og enginn vafi leikur á því að Akureyri hefur verið með eina öflugustu og sterkustu hátíðina um þessa helgi síðustu ár og þangað hefur fjöldi fólks komið. Deilt hefur þó verið um umgjörð hátíðarhaldanna af miklum krafti og sitt sýnist hverjum.

Enginn vafi leikur á því að ríflegur meirihluti bæjarbúa vill hátíðarhöld á Akureyri um verslunarmannahelgina. Það sýna kannanir - virða á þann afgerandi vilja bæjarbúa. Það form af hátíðarhöldum og verið hefur síðustu ár er þó fjarri því heilagt og hægt að gera marga og spennandi hluti í þeim efnum. Treysti Möggu Blöndal vel til að taka á því og stýra því af krafti og ábyrgð. Bæjaryfirvöld og þeir sem hafa verið lykilbakhjarlar hátíðarhaldanna reyna nú að finna nýtt upphaf - skapa nýja og vel heppnaða umgjörð að versló á Akureyri - vonandi tekst það vel.

mbl.is Margrét Blöndal stýrir verslunarmannahelginni á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband