Þjóðverjar í úrslit - Tyrkir fara heim með sæmd

Philipp Lahm Mikið var það nú sætt að sjá Þjóðverja komast í úrslitin á EM í kvöld. Eftir tapið á heimavelli á HM 2006 vilja Þjóðverjar fara alla leið og vonandi munu þeir vinna mótið á sunnudaginn. Tyrkir fara þó heim með sæmd, þeir stóðu sig mjög vel á mótinu, hiklaust einn af senuþjófum mótsins - komust lengra en flestum óraði fyrir. Áttu góðan leik í kvöld og litlu munaði að þeim tækist að tryggja sér framlengingu.

Þvílíkur megapirringur að leikurinn datt út æ ofan í æ og aðeins hægt að sjá á svipbrigðum stuðningsmanna í Tyrklandi og Þýskalandi hvernig staða leiksins var - hvað væri eiginlega að gerast. Sérstaklega var biðin eftir sambandi við leikinn erfið á meðan tvö mörk komu undir lokin og menn voru að reyna að spá í svipbrigði fólksins hvað væri að gerast í leiknum. Svolítið sérstakt að horfa á leik þannig og eiginlega ekki beint áhugavert.

En þetta var fínn leikur og flott að sjá Þjóðverja í úrslitum. Þjóðhetjan Lahm tók þetta með trompi undir lokin og sendi Tyrkina heim með stæl. Hef haldið með þýska landsliðinu á knattspyrnustórmótum síðan ég man eftir og þetta mót engin undantekning þar á. Vonandi ná þeir að vinna Spánverja eða Rússa á sunnudag.

Rússar hafa verið að standa sig mjög vel og eru með sannkallað spútnikk-lið með Arshavin fremstan í flokki. Finnst líklegra að þeir komist í úrslitin. Verður spennandi fótboltakvöld á morgun.

mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Já þetta var flott og vonandi að það fari nú að lækka vælið í svo æði mörgum sem halda sig við gömlu klisjuna um það hvernig Þjóðverjar spila. Þetta er einfaldlega heimsklassa lið og spilar alveg frábæran fótbolta. Ég hef meiri áhuggjur af Rússum en Spánverjum fyrir úrslitaleikinn. Rússar eru mjög sterkir, frábært úthald og þar að auki held ég að þjóðerniskenndin fari langt með þá. Það hefur nefnilega ekki svo langt síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk.

 Grétar Einarsson 

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 26.6.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband