Samið við flugumferðarstjóra - ánægjuleg tíðindi

Flugumferðarstjórar Ánægjulegt er að takast skyldi að semja við flugumferðarstjóra á fyrsta verkfallsdegi. Langvinnt verkfall flugumferðarstjóra hefði verið algjör skelfing fyrir ferðamannageirann og það á hásumri og skaðað flugbransann gríðarlega.

Nógu skaddaður er hann nú fyrir vegna fjöldauppsagna og ástandsins í efnahagsmálum. Langt verkfall hefði haft víðtæk áhrif og skaðað þá sem síst skyldi. Væntanlega hefði það getað sloppið fyrir horn að taka einn til tvo daga í verkfall en lengra mátti það ekki vera.

Hefðu samningar ekki tekist fljótt og vel, eins og reyndin varð, hefði ríkisstjórnin átt að setja bráðabirgðalög. Ekki hefði verið viðunandi að hafa verkfall hér fram í júlímánuð. Samstillt átak afstýrði því. Eflaust verður hugleitt nú hvort stokka eigi upp rekstrarþætti flugumferðarinnar.

mbl.is Búið að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið samgleðst ég þeim stéttum sem hafa fjórföld grunnlaunin mín.  Leitt að ekki hafi tekist að gera muninn fimmfaldan.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Bolli

H.T. Ertu með 75 þús krónur á mánuði?

Grunnlaun flugumferðarstjóra á fyrsta ári er 290.000 kr.  Fjórðungur af því er tæplega 75 þús.  Hvar ertu að vinna?  Ertu barnfóstra að passa um helgar?

Bolli, 27.6.2008 kl. 19:33

3 identicon

Ég var að vísa umfjöllun fjölmiðla þess efnis að meðallaun þeirra væru ca. 800.000 kr.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband