Urriði verður minkabani í Ljósavatni

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt og spennandi. Hélt fyrst þegar ég heyrði af því að urriði hefði étið mink við Ljósavatn að það væri einhver gamansaga. Svo reyndist ekki vera - eðlilega er þetta saga sem vekur athygli og áhuga fólks. Enda hefur fólk hingað til ekki séð urriða beinlínis fyrir sér sem minkabana, önnur dýr eigi meiri og betri möguleika í þá skepnu.

Margar eru þær veiðisögurnar sem vekja athygli og sumir þeir sem veiða hreykja sér af veiðinni einum of, sumir sýna stærð laxanna með handabendingum og lengja þá örlítið meira en eðlilegt telst. Alltaf gaman af skemmtilegum veiðisögum. Held þó að þessi slái flestar aðrar út. Ekki aðeins er hún sönn, heldur ótrúlega sönn.

mbl.is Urriði át mink
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband