Er það nú sumar....

Var að koma úr fimm kílómetra gönguferð. Seint verður sagt að hér sé sumarlegt og var hryssingslegt veðrið á göngunni, hvasst og smárigning. Til fjalla snjóar. Þegar litið er á veðurspána er norðanátt í kortunum fram að lokum næstu viku, ekkert annað í augsýn fyrir okkur hér nyrðra. Ef fram heldur sem horfir verður þetta sumar norðanáttanna.

Segi bara eins og Ríó Tríó forðum í góðu lagi: Er það nú sumar....

mbl.is Varað við snjókomu og hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég hafði vit á því að yfirgefa Akureyri 12.júní í 20 stiga hita. Fór á Akranes og þar hefur verið 16 stiga hiti og sólskin síðan. - Kveðja norður. Ég kem kannski bráðum, þá hlýnar Stebbi!

Haraldur Bjarnason, 27.6.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Maður verður að senda þér hlýjar kveðjur norður og vona að hitinn hækki í samræmi við olíutunnuna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband