Eldur í Myndlistarskólanum á Akureyri

Myndlistarskólinn á Akureyri Mikil mildi var að ekki fór verr þegar kviknaði í Myndlistarskólanum á Akureyri í nótt. Eldur hafði þar kraumað um stund og hefði þetta getað orðið mun meira og verra. Alltaf er þó áfall þegar slíkt gerist en vonandi mun ekki taka langan tíma að koma öllu í samt horf og var fyrir þennan eldsvoða.

Vinur minn, Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans, hefur unnið gott verk þar og staðið sig vel við að byggja upp vandaða og góða kennslu í sínum fræðum. Þetta er skóli sem nýtur mikillar virðingar og hefur t.d. nýlega unnið til verðlauna á erlendum vettvangi, svo eftir var tekið. Mikilvægt er að hlúa vel að því starfi.

En þarna fór vel miðað við allar aðstæður. Vonandi mun uppbyggingin ganga vel eftir þennan eldsvoða. Færi Helga og hans fólki bestu kveðjur, með von um að vel gangi á næstu mánuðum.

mbl.is Bruni í Myndlistarskólanum á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband