Hvað varð um Madeleine McCann?

mccanns Eftir fjórtán mánaða fjölmiðladrama og ævintýralega leit að Madeleine McCann hefur málinu verið lokað án þess að spurningunni hvað hafi orðið um hana, eftir að hún hvarf sporlaust í bænum Praia de Luz á Algarve í Portúgal, hafi verið svarað. Mikil dulúð hefur umlukið málið og foreldrar hennar leiddu leitina að henni með áberandi hætti og enduðu sjálf á tímapunkti sem sakborningar, en það var síðar dregið til baka.

Þetta mál er fjarri því einstakt, á meðan leitinni að Madeleine stóð var leitað að fjölda barna um allan heim, en þetta mál varð einhvern veginn langmest áberandi. Foreldrarnir hófu alheimsherferð til að reyna að finna Madeleine og hún varð ein þekktasta persóna sumarsins 2007 í fjölmiðlum, myndir af henni fóru um allan heim og foreldrarnir gerðu sér ferð til Rómar til að hitta Benedikt páfa til að vekja athygli á málinu.

Svo var reynt að ljúka málinu með hinu augljósasta í stöðunni, þau hefðu drepið hana. Portúgalska lögreglan hafði klúðrað rannsókn málsins og reyndi að komast út úr því pent og kaldrifjað með því að fá sakborninga sem þeir gætu klínt málinu á án þess að hafa miklar sannanir. Sannanirnar héldu ekki vatni og lögfræðingateymið á vegum McCann-hjónanna hnekkti málatilbúnaði portúgalanna og málið fór á upphafsreit.

Fjölmiðlar fjölluðu ótrúlega mikið um málið. Fyrsta hálfa árið var fókusinn hinn sami en síðan hefur áhuginn á því minnkað mjög hratt og varla heyrist talað um það lengur. Mál Madeleine virðist gleymt þó enn velti allir fyrir sér hvað varð um hana. Og nú hefur málinu verið lokað. Hverfandi líkur eru því á að spurningunni um örlög Madeleine McCann verði nokkru sinni svarað.

mbl.is Rannsókn á máli Madeleine hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband