Valdimar Leó yfirgefur Samfylkinguna

Valdimar Leó Friðriksson Valdimar Leó Friðriksson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, lýsti því formlega yfir í þættinum Silfri Egils á Stöð 2 nú á öðrum tímanum að hann myndi segja sig úr Samfylkingunni og verða óháður þingmaður, fyrst til að byrja með. Valdimar Leó fékk skell í prófkjöri flokksins í kjördæminu í byrjun mánaðarins og varð fjórtándi í nítján manna prófkjöri. Valdimar Leó varð alþingismaður fyrir rúmu ári er kratahöfðinginn Guðmundur Árni Stefánsson varð sendiherra.

Valdimar Leó viðurkenndi í þættinum að hann hefði setið stofnfund bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Mosfellsbæ, en vildi ekki staðfesta að hann ætlaði í framboð fyrir flokkinn í væntanlegum þingkosningum að vori. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um það í vikunni að Valdimar Leó ætli í framboð fyrir Frjálslynda. En hann yfirgefur nú þingflokk Samfylkingarinnar og verður óháður alþingismaður. Við það minnkar þingflokkur Samfylkingarinnar og sitja þar 19 alþingismenn eftir úrsögn Valdimars Leós úr flokknum.

Það verður fróðlegt að sjá hvenær að Valdimar Leó gengur formlega í Frjálslynda flokkinn. Kjaftasagan segir að hann muni fara í þá átt, en hann verði nú óháður einhvern örlítinn tíma til aðlögunar fyrir sig og sína, eins og menn segja. En já, hverjum hefði órað fyrir því að þingsæti Guðmundar Árna Stefánssonar, kratahöfðingjans úr Hafnarfirðinum, yrði þingsæti óháðs stjórnmálamanns sem horfir til Frjálslynda flokksins. Já, hlutirnir eru oft ekki lengi að gerast í henni pólitíkinni.

mbl.is Þykknar upp og dregur úr frosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Það kemur mér sem Hafnfirðingi ekkert á óvart að kratar finni sér farveg í Frjálslynda flokknum þótt búi í Mosfellssveit.

Mér best vitanlega hefur Valdimar hins vegar  enn ekki knúið dyra hjá okkur Frjálslyndum hvað svo sem tíminn mun leiða í ljós.

kv.

gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.11.2006 kl. 02:10

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það verður fróðlegt að sjá hvað Valdimar Leó gerir er yfir lýkur. Hann fer væntanlega bráðlega að leita sér að nýju pólitísku heimili, eftir að hafa yfirgefið hið fyrra.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.11.2006 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband