Stórtíðindi að sunnan

Snjór á íslenskum vetri Stórtíðindi hafa borist að sunnan, sem setja stórt mark á fréttaumfjöllun fjölmiðlanna á hvíldardeginum sjálfum. Íslenskur vetur er hafinn í Reykjavík. Þar snjóar og fólk þarf víst að moka út bílana sína og á í erfiðleikum með að komast milli áfangastaða sinna. Athyglisvert að fylgjast með þessari umfjöllun.

Það er engu líkara en að snjór hafi aldrei fallið í Reykjavík í nóvember áður. Merkilegt að heyra af þessu. Hér á Akureyri höfum við kynnst íslenskum vetri vel síðustu dagana. Snjóað hefur heil ósköp og í gær var hér um 20 stiga frost. Algjör gaddur og ekta íslenskur vetur er það sem við okkur blasir hér þessa dagana. Einfaldara getur það varla orðið.

Fyrir mig sem hef mokað stéttina mína á hverjum degi síðustu viku og hef þurft að komast um í blindbyl og kalsatíð síðustu vikuna er merkilegt að fylgjast með stórtíðindunum að sunnan. Þær verða enn meira áberandi fyrir vikið. En svona er nú einu sinni ekta íslenskur vetur. Við vitum hvar við búum og við hverju er hægt að búast. Svo einfalt er það nú bara.

mbl.is Snjóþekja á Reykjavíkursvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Jóhannsson

Stefán, það er nú óþarfi að strá salti í sárin. Þetta er bara óheppni eins og kemur fram hér.

Egill Jóhannsson, 19.11.2006 kl. 17:19

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll

Þetta var reyndar bara kaldhæðni að minni hálfu. Skil ykkur annars mjög vel, enda hefur snjóað mikið hérna síðustu dagana. En svona er þetta víst, en það verður jólalegra fyrir vikið. Ágætt svosem að fá smásnjó rétt áður en að aðventan skellur á.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.11.2006 kl. 17:21

3 identicon

Það er með ólíkindum að það skuli alltaf koma mörgum á óvart þegar kemur snjór á Íslandi, og hvað þá þegar var búið að spá því með nokkra daga fyrirvara.

Árni (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband