Boltasviptingar - stjörnuhrap meistaranna

Úr leiknum Ekki vantaði sviptingarnar í boltanum í kvöld. Íslands- og bikarmeistarar Vals og FH úr leik í bikarnum - Breiðablik og Haukar komast í átta liða úrslitin en meistararnir ekki. Merkileg tíðindi og ekki beint í takt við spár. Meiri óvissa en ella yfir bikarnum.

Er viss um að sá hefði varla verið talinn mikill boltaspekúlant sem hefði spáð Haukum áfram sem fulltrúum Hafnfirðinga í átta liða úrslitin og þeir myndu komast lengra en margverðlaunaðir nágrannar þeirra í FH.

Blikarnir hafa verið að spila mjög gloppótt í sumar og tekst nú að sparka Völsurum út úr bikarnum. Allavega er þetta mómentið til að brillera fyrir þá í Kópavogi og bætir upp vonbrigði sumarsins.

Keflavík, Fjölnir og KR hljóta að telja vænlegust fyrirfram í bikarnum. Í fyrra tókst Fjölni að komast í úrslitaleikinn gegn FH. Þeir voru spútnikk-lið þess sumars og verða það kannski aftur núna. Keflavík hefur verið að standa sig vel í sumar og gætu tekið þetta.

Svo eru KR-ingar örugglega orðnir hungraðir í titil. Þeir hafa ekki unnið titil í hvað fimm ár að mig minnir. Hafa ekki unnið titil síðan Willum þjálfaði þá fyrr á þessum áratug og ekki unnið bikarinn síðan 1999.

Stjörnuhrapið í kvöld gerir bikarúrslitin vonandi bara ennþá meira spennandi. Lið sem fáir spáðu áfram geta svo líka haldið áfram að koma á óvart. Hver veit.

mbl.is Bikarmeistaralið FH féll úr keppni í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband