Inn og útum gluggann-viðskipti hjá Baugsfeðgum

Jón Ásgeir og Jóhannes

Mjög áhugavert er að lesa viðskiptatilfærslurnar hjá Baugsfeðgum. En afhverju kemur þetta ekki á óvart? Þetta eru auðvitað svona ekta inn og út um gluggann-viðskipti. Hvað mun breytast? Eru fyrirtækin ekki að fara úr einum vasa yfir í annan hjá sama aðilanum? Get ekki betur séð. Það er fiffað til og frá svo hratt að meðaljóninn nennir ekki að fylgjast með.

Allt er þetta gert því Jón Ásgeir Jóhannesson getur ekki tekið á sig dóm eins og honum var gert í hæstarétti fyrir nokkrum vikum. Ekki eru nú allir svona heppnir að geta sleppt því að taka út sína refsingu en það eru ekki allir svo heppnir að eiga mikla peninga og geta búið til hjáleið frá dómskerfinu. Kannski er þetta aðdáunarvert á sinn hátt, enda eru ekki allir sem fá dóm á sig sem geta komist hjá því með því að flytja allt sitt hafurtask á erlenda grund.

Hitt er svo annað mál að Baugur er fyrir lifandis löngu orðið alþjóðlegt fyrirtæki og því þarf það varla að koma að óvörum að klippt sé á tengsl móðurfyrirtækisins á landið. Fyrirtækin hér eru einfaldlega bara færð í annan vasa því það hentar betur og FL Group fær á sig undarlega breytingu sem fáir skilja nema þeir allra innvígðustu í bransanum. En breytingarnar eru í sjálfu sér engar, þetta heitir á góðri íslensku fiff og hókus pókus tilfærslur. Svosem gaman að sjá svona sjónhverfingar á hásumri.


mbl.is FL Group verður Stoðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er allavega gósentíð hjá þeim sem  búa til skilti og prenta nótur og reikninga þegar fyrirtæki eru stöðugt að skipta um nöfn og selja sjálfum sér það sem þeim þykir henta. Það væri   kannski ráð að stofna hlutafélag um sjálfan sig og vita hvort einhver vill kaupa hræið.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband