Skemmtilegur húmor í Gullkindinni

Gullkindin Var að fara yfir tilnefningar til Gullkindarinnar, en það eru verðlaun sem eru sérstaklega veitt þeim sem taldir eru hafa staðið sig sérlega illa á árinu. Skemmtilegur húmor í þessum verðlaunum, finnst mér. Fannst allavega gaman að skoða tilnefningarnar. Þetta kemur einmitt mátulega í kjölfar Edduverðlaunanna og öllu því glamúr og glysi sem einkenndi hana.

Erlendis er það einna helst Razzie-verðlaunin sem vekja athygli af þessu tagi. Væntanlega er það fyrirmyndin en þar er það versta í kvikmyndageiranum verðlaunað. Jafnan er sú verðlaunaafhending höfð kvöldið fyrir Óskarsverðlaunin og því í sviðsljósinu samhliða því. Þetta virðist vera sami húmorinn. Ekkert nema gott mál svosem. Það verður fróðlegt að sjá hverjir fá Gullkindina síðar í vikunni. Veðja á að Búbbarnir taki verðlaunin sem versti sjónvarpsþáttur ársins.

mbl.is Kosið um hverjir skuli hljóta Gullkindina fyrir slæma frammistöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband