Mun Björk fá jazzaða tengdadóttur í fjölskylduna?

Adele Björk Guðmundsdóttir á sér aðdáendur um allan heim og er eflaust einn vinsælasti tónlistarmaður Íslendinga á alþjóðavísu til þessa. En aðdáunin getur haft fleira í för með sér en bara kaup á plötum og merkjavöru. Nú er bresk blús-söngkona búin að lýsa yfir svo mikilli aðdáun á Björk að hún vill helst verða tengdadóttir hennar og komast þar með í fjölskyldu söngkonunnar.

Af öllum merkilegum sögum um aðdáun tónlistarunnenda á Björk og verkum hennar held ég að þessi sé bæði fyndnust og áhugaverðust. Veit svosem ekki hvort taka skal þessa yfirlýsingu trúanlega, hvort þetta sé grín. Annaðhvort er þessi yfirlýsing jazzistans Adele ein auglýsing út í eitt og ákall á fjölmiðlaathygli eða upphaf á áberandi baráttu fyrir því að komast í fjölskylduna. Hún segði þetta varla nema henni væri alvara eða þá vantaði athygli.

Ætli einhver fjölmiðillinn spyrji Sindra Eldon núna að því hvort hann sé jafnhrifinn af jazzsöngkonunni og hún af honum?

mbl.is Með augastað á syni Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband