Litið á prófkjörsskrifstofurnar á Akureyri

Sjálfstæðisflokkurinn Í kvöldfréttum bæjarsjónvarpsstöðvarinnar N4 í kvöld fór Björn Þorláksson í heimsókn á kosningaskrifstofurnar sem eru hér á Akureyri vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi um helgina. Það er nýbreytni í prófkjörsbaráttu hér að opnaðar séu kosningaskrifstofur. Fjórir frambjóðendur; Arnbjörg Sveinsdóttir, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal og Þorvaldur Ingvarsson, hafa opnað slíkar skrifstofur til að kynna sig og framboðið. Ólöf gefur kost á sér í annað sætið en hin þrjú í leiðtogasætið.

Mismikið líf var á þessum kosningaskrifstofum greinilega þegar að Björn leit þar við. Lokað var á kosningaskrifstofu Þorvaldar, Kristján Þór var staddur á sinni skrifstofu og nokkrir stuðningsmenn, hjá Ólöfu voru tveir starfsmenn við verkin og hjá Arnbjörgu var nokkur hópur, aðallega að hringja greinilega. Ég verð að viðurkenna að ég hef mjög lítið farið á þessari skrifstofur, hef hreinlega ekki fundist það við hæfi þar sem ég hef verið í utankjörfundarkosningunni upp í Kaupangi og fylgist því með þessu úr smáfjarlægð, enda hvorki auðvitað í framboði né virkur í störfum fyrir frambjóðanda að þessu sinni.

En við sem höfum gaman af stjórnmálum höfum vissulega áhuga á stúdera í þessu og því var umfjöllun Björns áhugaverð. Það er fínt hjá N4 að kanna kosningaskrifstofurnar og kynna okkur þá stemmningu sem þar er. En kannski er bara rólegt yfir þessu öllu þannig séð, nema maskínuvinnu hreinlega bara bakvið tjöldin, úthringingar og þess háttar vélavinna framboðsins sem ávallt fylgir. Áhugavert að sjá allavega. Fróðlegt. En það er mjög gott mál að frambjóðendur opna kosningaskrifstofu. Það sýnir bara að kraftur er í þessum frambjóðendum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband