Moršvopniš ķ Palme-mįlinu fundiš?

Olof Palme Tveim įratugum eftir moršiš į Olof Palme, forsętisrįšherra Svķžjóšar, bendir flest til žess aš moršvopniš sé fundiš. Mikill leyndarhjśpur hvķlir enn yfir žvķ hvaš geršist ķ Tunnelgötu ķ Stokkhólmi aš kvöldi föstudagsins 28. febrśar 1986 er Palme var myrtur. Hann var įsamt eiginkonu sinni, Lisbeth, į heimleiš frį kvikmyndahśsi ķ mišborg Stokkhólms žegar aš tilręšismašur varš į vegi žeirra og skaut žau af skömmu fęri. Palme lést į leišinni į sjśkrahśs en Lisbeth lifši įrįsina af.

Žetta var eftirminnileg atburšarįs og hafši įhrif į alla sem fylgdust meš fréttum og upplifšu žennan tķma. Sérstaklega stóš žetta okkur nęrri, enda Svķžjóš nįlęg okkur og fram aš žvķ hafši žaš aldrei gerst aš norręnn žjóšarleištogi hlyti slķk örlög. Sęnska žjóšin var enda felmtri slegin. Tveim įratugum sķšar er mįliš enn óupplżst. Olof Palme hafši viš andlįt sitt veriš einn af öflugustu stjórnmįlamönnum Svķžjóšar ķ fjöldamörg įr, veriš forsętisrįšherra Svķžjóšar 1969-1976 og 1982-1986. Stórt skarš varš innan flokks hans og ķ sęnskum stjórnmįlum viš sviplegan dauša hans. Ingvar Carlsson tók viš pólitķskum embęttum hans, en arfleifš Palmes er enn įberandi ķ sęnskum stjórnmįlum.

Olof Palme Gįtan um hver žaš var sem myrti Olof Palme į götuhorninu ķ Stokkhólmi fyrir tveim įratugum er eins og fyrr sagši óleyst. Žó bendir flest til žess aš Christer Pettersson hafi myrt Palme. Lisbeth, ekkja Palmes, var eina manneskjan sem sį moršingjann augliti til auglitis. Hśn hafši mešvitund allan tķmann žrįtt fyrir aš hśn hefši sęrst ķ įrįsinni. Hśn bar vitni fyrir dómi um žaš aš Pettersson vęri moršinginn. Žrįtt fyrir žaš var hann sżknašur. Reyndar mį segja aš lögreglan ķ Stokkhólmi sem stżrši rannsókninni hafi meš öllu klśšraš henni į frumstigi og meš žvķ gert ókleift aš leysa ķ upphafi hver myrti Palme.

Pettersson neitaši til fjölda įra aš hafa banaš forsętisrįšherranum. Į dįnarbeši įriš 2004 višurkenndi hann aš hafa myrt Palme. Sekt hans hefur žó aldrei formlega veriš stašfest svo öruggt sé, žó flest bendi til žess aš augljósast sé aš Pettersson hafi myrt Palme. Nś fyrir skömmu kom fram ķ nżrri heimildarmynd sem gerš var til aš minnast moršsins haft eftir vini Petterssons aš hann hefši séš hann skjóta Palme, en žaš hafi veriš fyrir mistök. Ętlun hans hafi veriš aš rįša eiturlyfjasala af dögum en fariš mannavillt.

Žaš eru stór tķšindi mįlsins aš moršvopniš hafi veriš fundiš. Fannst byssan, Smith og Wesson 357, viš köfun ķ vatni nęrri Mockfjerd ķ Dölunum. Fram kemur ķ sęnskum netmišlum ķ dag aš byssunni hafi veriš stoliš ķ innbroti ķ Haparanda įriš 1983 og veriš notuš viš rįn ķ Mockfjerd ķ Dölunum sķšar žaš sama įr. Rannsóknir į kślum śr byssunni žykja benda til žess aš hśn hafi veriš notuš žegar Palme var myrtur.

Žaš veršur fróšlegt aš sjį hvort žessi merki fundur varpar meira ljósi į žetta eitt athyglisveršasta moršmįl sķšustu įratuga į Noršurlöndum.

mbl.is Hugsanlegt moršvopn ķ Palme-mįlinu fundiš
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband