Anna Kristín þiggur þriðja sætið í Norðvestri

Anna Kristín Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hefur nú ákveðið að þiggja þriðja sætið sem hún hlaut í prófkjöri flokksins í október. Það var pólitískt áfall fyrir Önnu Kristínu sem eina sitjandi þingmann flokksins á svæðinu að falla í þriðja sætið í prófkjöri og sagði formaður flokksins það áfall fyrir konur í flokksstarfinu í merkilegu viðtali á talningarstað á sínum tíma.

Anna Kristín féll með þessu í óöruggt sæti, sæti sem ekki er möguleiki á að vinnist miðað við skoðanakannanir í kjördæminu og sé miðað við þá staðreynd að þingmönnum kjördæmisins mun fækka um einn í væntanlegum alþingiskosningum. Staða mála var því skiljanlega ekki gleðiefni fyrir Önnu Kristínu, en hún tekur þann pólinn í hæðina að taka sætið og berjast fyrir því þó ekki sé það öruggt að neinu leyti.

Anna Kristín hefur ekki verið sýnileg sem þingmaður mikið í fjölmiðlum, en verið dugleg eftir því sem ég hef heyrt víða. Það er því skiljanlegt að hún hafi verið sár með þessa stöðu og að verða allt að því varaskeifa Guðbjarts Hannessonar, nýkjörins kjördæmaleiðtoga, og sr. Karls V. Matthíassonar, sem átti magnaða endurkomu með því að verða annar.

Anna Kristín hefur sagt að það hafi skaðað hana að vera úr Skagafirði og með litlar tengingar um allt kjördæmið. Þau ummæli vekja athygli í ljósi árangurs Herdísar Sæmundardóttur, varaþingmanns úr Skagafirðinum, sem skaust upp fyrir Kristinn H. Gunnarsson í prófkjöri Framsóknarflokksins og slengdi Sleggjunni sjálfri niður í þriðja sætið.

mbl.is Anna Kristín þiggur þriðja sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband