Avion verður Eimskip

EimskipÞað er mikið gleðiefni að nafni Avion Group verði breytt í HF Eimskipafélag Íslands. Mun breytingin taka gildi á morgun og þá verður þetta gamalgróna og öfluga heiti aftur áberandi í íslensku viðskiptalífi. Saga íslensks viðskiptalífs á 20. öld verður aldrei rituð nema að nafn Eimskips verði þar áberandi. Eimskip var í marga áratugi eitt öflugasta og virtasta fyrirtæki landsins.

Eimskipafélag Íslands var stofnað 17. janúar 1914 í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík. Það varð eitt af öflugustu fyrirtækjum landsins á 20. öld og oft nefnt óskabarn þjóðarinnar. Fyrsti stjórnarformaður þess var Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands og eini ríkisstjóri landsins. Margir af öflugustu viðskiptamönnum þjóðarinnar síðustu áratugina voru ráðandi stjórnendur innan veggja Eimskips og þar réðust örlög íslensks viðskiptalífs í raun í áratugi.

Lykilbreyting varð hjá Eimskip árið 2003 þegar að Björgólfur Guðmundsson varð þar öflugur stjórnandi. Síðar kom Avion Group til sögunnar. Það var mun svipminna nafn og áherslur þar voru víðtækari en bara innan Eimskips, eins og flestir vita. En það er svo sannarlega ánægjulegt að nú verði Eimskip aftur aðalnafnið á þessum markaði og öflugt á sínum vettvangi.


mbl.is Nafni Avion Group breytt í HF Eimskipafélag Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband